Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 10. maí 2022 15:02
Elvar Geir Magnússon
Rudiger skrifaði undir hjá Real Madrid til 2026
Mynd: EPA
Þýski varnarmaðurinn Antonio Rudiger hefur skrifað undir samning við Real Madrid til ársins 2026. Þetta segir íþróttafréttamaðurinn Fabrizio Romano.

Samningur Rudiger við Chelsea er að renna út og hann fer á frjálsri sölu. Það verður mikill missir af Rudiger hjá Chelsea, bæði innan og utan vallar.

„Antonio hefur spilað stórt hlutverk í síðustu tímabilum. Hann gefur öllum sjálfstraust og er einstakur karakter. Hann getur spilað ákaflega vel og menn sem spila nálægt honum fyllast sjálfstrausti. Hann elskar ábyrgð," sagði Tuchel í síðasta mánuði.

„En hvort sem mönnum líkar betur eða verr þá er líf hjá Chelsea eftir Toni. Mikilvægast fyrir hann og okkur er að hann kveðji félagið á eins jákvæðan hátt og mögulegt er."

Það verða talsverðar breytingar á vörn Chelsea í sumar en þeir Marcos Alon­so, Andreas Christen­sen og Ces­ar Azpilicu­eta eru allir að verða samningslausir.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner