Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   þri 10. maí 2022 22:41
Brynjar Ingi Erluson
Spánn: Aubameyang og Dembele frábærir í sigri á Celta
Pierre-Emerick Aubameyang og Dembele áttu góðan leik á Nou Camp
Pierre-Emerick Aubameyang og Dembele áttu góðan leik á Nou Camp
Mynd: EPA
Barcelona 3 - 1 Celta
1-0 Memphis Depay ('30 )
2-0 Pierre Emerick Aubameyang ('41 )
3-0 Pierre Emerick Aubameyang ('48 )
3-1 Iago Aspas ('50 )
Rautt spjald: Jeison Murillo, Celta ('58)

Barcelona vann góðan 3-1 sigur á Celta Vigo í spænsku deildinni í kvöld en Pierre-Emerick Aubameyang skoraði tvívegis fyrir Börsunga á Nou Camp.

Memphis Depay gerði 12. mark sitt í deildinni á tímabilinu eftir sendingu frá Ousmane Dembele eftir hálftíma og bætti Aubameyang við öðru áður en hálfleikurinn var úti er hann teygði sig í boltann í teignum og kom honum í hægra hornið.

Í upphafi síðari hálfleiks lagði Dembele upp þriðja markið, sem var keimlíkt fyrsta markinu sem hann lagði fyrir Dembele.

Iago Aspas minnkaði muninn tveimur mínútum síðar fyrir Celta-menn.

Á 61. mínútu skullu þeir Gavi og Ronald Araujo saman. Araujo stóð strax á fætur en hneig niður nokkrum sekúndum síðar og var fluttur með sjúkrabíl á spítala. Þremur mínútum áður fékk Jeison Murillo, varnarmaður Celta, að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt.

Lokatölur 3-1 fyrir Barcelona sem er í 2. sæti deildarinnar með 75 stig, sjö stigum meira en Sevilla sem er í þriðja sætinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner