Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   þri 10. maí 2022 10:24
Elvar Geir Magnússon
Sveindís framlengir við Wolfsburg
Sveindís Jane Jónsdóttir.
Sveindís Jane Jónsdóttir.
Mynd: Getty Images
Landsliðskonan Sveindís Jane Jónsdóttir hefur gert nýjan samning við Þýskalandsmeistara Wolfsburg til ársins 2025.

Sveindís hefur verið í stóru hlutverki með liðið Wolfsburg sem varð Þýskalandsmeistari um helgina. Liðið fór alla leið í undanúrslit Meistaradeildarinnar.

Sveindís byrjaði að spila með Wolfsburg í janúar eftir að hafa verið á láni hjá Kristianstads í Svíþjóð. Upphaflegur samningur Sveindísar sem hún gerði í desember 2020 var til ársins 2024 en hún hefur nú skrifað undir til ársins 2025.

Á heimasíðu Wolfsburg segir Sveindís að umhverfið hjá liðinu sé fullkomið til þess að þróast áfram sem leikmaður á næstu árum.

„Þegar horft er til þess að Sveindís hefur ekki spilað í einhverri af toppdeildunum áður þá hefur þróun hennar undanfarnar vikur og mánuði verið mögnuð. Henni líður vel á hæsta stigi, Meitaradeildinni. Það má ekki gleyma að hún er bara 20 ára og það er enn frekari pláss fyrir bætingu. Því erum við hæstánægð með að framlengja við Sveindísi," segir Ralf Kellermann, íþróttastjóri Wolfsburg.


Athugasemdir
banner
banner
banner