Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 10. maí 2022 15:00
Elvar Geir Magnússon
Ten Hag styttir sumarfrí Man Utd
Ten Hag kallar menn til æfinga í júní.
Ten Hag kallar menn til æfinga í júní.
Mynd: Getty Images
Erik ten Hag tekur við Manchester United og hefur ákveðið að stytta sumarfrí leikmanna til að koma þeim í stand fyrir leikstílinn sinn.

Leikmenn United áttu að mæta til æfinga að nýju 4. júlí en samkvæmt Mirror vill að sumir leikmenn mæti til starfa í vikunni sem hefst 20. júní.

Í þessari viku mun Ten Hag eiga einstaklingsfundi með leikmönnum í gegnum Zoom. Hann hefur horft á síðustu leiki liðsins og er sagður óánægður með líkamlegt ástand leikmanna.

Ten Hag telur að stór ástæða fyrir slæmri frammistöðu á tímabilinu megi rekja til lélegs líkamlegs ástands.

Ten Hag vill spila pressuleikstíl eins og margir nútímaþjálfarar. Það krefst þess að leikmenn séu orkumiklir og í góðu líkamlegu formi til að spila 90 mínútur. Þess vegna telur Ten Hag að leikmenn þurfi tvær vikur aukalega á undirbúningstímabilinu en nýtt tímabil hefst 6. ágúst.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner