Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 10. maí 2022 11:38
Elvar Geir Magnússon
Tíu ára flóttabarn æfði með Zinchenko hjá City
Zinchenko er úkraínskur leikmaður Manchester City.
Zinchenko er úkraínskur leikmaður Manchester City.
Mynd: EPA
Oleksandr Zinchenko bauð tíu ára gömlum úkraínskum flóttamanni að æfa hjá Manchester City.

Zinchenko birti myndir á Instagram þar sem hann æfir með ungum strák, einum af tveimur milljónum barna sem hafa neyðst til að flýja Úkraínu eftir að Rússar réðust inn í landið.

„Þetta er Andrei. Hann er tíu ára gamall. Hann er í öruggum höndum í dag. Eins og flestir Úkraínumenn þá neyddist hann til að flýja heimili sitt með fjölskyldu sinni vegna stríðsins," skrifaði Zinchenko.

„Fyrir 75 dögum þá átti þessi strákur sér draum um að verða fótboltamaður og æfði áhyggjulaus með liðinu sínu. Í dag dreymir hann bara um frið í landinu okkar og geta átt venjulegt líf heima hjá sér."

„Það særir mig mikið því vegna stríðsins sem Rússar komu af stað eru margir krakkar í sömu sporum og Andrei. Þau eru svipt barnæsku sinni og sum hver lífi sínu."

Zinchenko hefur verið duglegur að tjá sig um stríðið í Úkraínu og í viðtali í mars fór hann í tilfinningaríkt viðtal við Gary Lineker.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner