Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   sun 10. júní 2018 19:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
HM spáin: H-riðill - 1. sæti
Kólumbía
Hressir Kólumbíumenn.
Hressir Kólumbíumenn.
Mynd: Getty Images
James Rodriguez var markahæstur á HM fyrir fjórum árum.
James Rodriguez var markahæstur á HM fyrir fjórum árum.
Mynd: Getty Images
Jose Pekerman.
Jose Pekerman.
Mynd: Getty Images
Falcao missti af HM 2014. Hann verður mættur til Rússlands með fyrirliðabandið.
Falcao missti af HM 2014. Hann verður mættur til Rússlands með fyrirliðabandið.
Mynd: Getty Images
Davinson Sanchez.
Davinson Sanchez.
Mynd: Getty Images
Þá er komið að þessu. Spá Fótbolta.net fyrir riðlakeppni Heimsmeistaramótsins lýkur í dag.

Á þessum sunnudegi rúllum við yfir síðasta riðilinn, H-riðilinn, sem inniheldur Japan, Pólland, Sengeal og Kólumbíu.

Sjá einnig:
Spáin fyrir A-riðil
Spáin fyrir B-riðil
Spáin fyrir C-riðil
Spáin fyrir D-riðil
Spáin fyrir E-riðil
Spáin fyrir F-riðil
Spáin fyrir G-riðil

HM í Rússlandi hefst eftir nokkra daga. Opnunarleikurinn er á milli heimamanna og Sádí-Arabíu 14. júní og sjálfur úrslitaleikurinn verður 15. júlí næstkomandi.

Spámenn Fótbolta.net: Cloe Lacasse, Elvar Geir Magnússon, Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson, Gunnar Logi Gylfason, Ívan Guðjón Baldursson, Magnús Már Einarsson, Mist Rúnarsdóttir, Natasha Moraa Anasi, Orri Rafn Sigurðarson, Sara Hrund Helgadóttir, Tryggvi Guðmundsson.

Liðin fengu stig frá 1-4 eftir því sem þeim var spáð í riðlinum. Mest var því hægt að fá 44 stig, minnst 11 stig.

Spá Fótbolta.net fyrir H-riðil:

1. sæti. Kólumbía, 37 stig
2. sæti. Pólland, 36 stig
3. sæti. Senegal, 18 stig
4. sæti. Japan, 17 stig

Staða á heimslista FIFA: 16.

Um liðið: Kólumbíumenn slógu í gegn fyrir fjórum árum í Brasilíu, þá sérstaklega einn leikmaður - James Rodriguez. Það er lítið breytt fjórum árum síðar.

Þjálfarinn: Argentínumaðurinn Jose Pekerman er enn við stjórnvölinn hjá Kólumbíu þrátt fyrir að vera orðinn 68 ára gamall. Hann stýrði liðinu fyrir fjórum árum einnig þegar liðið komst alla leið í 8-liða úrslitin. Hann er að fara inn á sitt þriðja Heimsmeistaramót sem þálfari en hann stýrði Argentínu í Þýskalandi 2006.

Pekerman hefur stýrt Kólumbíu frá 2012 en gera má ráð fyrir því að þetta verði hans síðasta verkefni með liðið.

Árangur á síðasta HM: Féllu út í 8-liða úrslitum gegn gestgjöfum Brasilíu.

Besti árangur á HM: Sjá efnisgrein fyrir ofan.

Leikir á HM 2018:
19. júní, Kólumbía - Japan (Saransk)
24. júní, Pólland - Kólumbía (Kazan)
28. júní, Senegal - Kólumbía (Samara)

Af hverju Kólumbía gæti unnið leiki: Kólumbíumenn eru með hörkuleikmenn í flestum stöðum, leikmenn sem eru að spila í bestu deildum Evrópu, leikmenn sem hafa reynslu af því að vera á stóra sviðinu, í Meistaradeildinni og þess háttar. Það hefur ekki margt breyst frá liðinu sem náði svo góðum árangri árið 2014, það er enn leitt af James Rodriguez og Radamel Falcao. Falcao missti reyndar síðasta móti og kemur staðráðinn inn í þetta mót.

Tveir sterkir miðverðir hafa bæst við þennan hóp; Yerry Mina og Davinson Sanchez. Breiddin er ef eitthvað er meiri en áður.

Af hverju Kólumbía gæti tapað leikjum: Kólumbía hefur fallið út gegn stærri þjóðum á síðustu mótum. Leikmenn þurfa að hafa trú á því að þeir geti unnið hvaða andstæðing sem er. Liðið er ekki eins sterkt á miðsvæðinu og annars staðar á vellinum. Leikmenn eins og til að mynda Abel Aguilar og Carlos Sanchez bjóða ekki upp á mikið.

Kólumbía gettur dottið í það að spila of varnarsinnaðan fótbolta, það sást í undankeppninni. Lið með Falcao og James á að skora fleiri mörk en 21 í 18 leikjum.

Stjarnan: James Rodriguez, markahæsti maður HM fyrir fjórum árum. Hann var leiðtogi þess Kólumbíuliðs sem náði besta árangri í sögu þjóðarinn á HM, aðeins 22 ára gamall. Nú er hann fjórum árum eldri og kemur inn á HM með fínt tímabil hjá Bayern München á bakinu.

Stuðningsmenn Kólumbía búast við miklu frá honum. Hér að neðan má sjá mörk James frá mótinu 2014. Eitt þeirra er glæsilegra en hin.




Fylgstu með: Davinson Sanchez og félaga hans Yerry Mina í hjarta varnarinnar. Hvorugur þeirra er með mikla reynslu í landsliðinu en þetta eru tveir góðir miðverðir. Davinson eignaði sér byrjunarliðssæti á sínu fyrsta tímabili hjá Tottenham og það er einhver ástæða fyrir því að Mina er á mála hjá Barcelona. Þeir eru 23 ára (Mina) og 21 árs (Sanchez).

Líklegt byrjunarlið að mati Yahoo Sports (4-2-3-1): David Ospina; Santiago Arias, Yerry Mina, Davinson Sanchez, Frank Fabra; Abel Aguilar, Carlos Sanchez; Juan Cuadrado, James Rodriguez, Luis Muriel; Radamel Falcao.

Frank Fabra verður ekki með á mótinu vegna meiðsla sem hann hlaut í undirbúningnum. Hinn 34 ára gamli Farid Diaz hefur verið kallaður inn í hópinn í hans stað.

Leikmannahópurinn:
Markverðir: David Ospina (Arsenal), Camilo Vargas (Deportivo Cali), Jose Fernando Cuadrado (Once Caldas).

Varnarmenn: Cristian Zapata (Milan), Davinson Sanchez (Tottenham), Santiago Arias (PSV Eindhoven), Oscar Murillo (Pachuca), Johan Mojica (Girona), Yerry Mina (Barcelona), Farid Diaz (Olimpia Asuncion)

Miðjumenn: Wilmar Barrios (Boca Juniors), Carlos Sanchez (Espanyol), Jefferson Lerma (Levante), José Izquierdo (Brighton Hove & Albion), James Rodriguez (Bayern Munich), Abel Aguilar (Deportivo Cali), Mateus Uribe (America), Juan Fernando Quintero (River Plate), Juan Guillermo Cuadrado (Juventus).

Sóknarmenn: Radamel Falcao (Monaco), Miguel Borja (Palmeiras), Carlos Bacca (Villarreal), Luis Fernando Muriel (Sevilla).
Athugasemdir
banner
banner