Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   sun 10. júní 2018 17:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
HM spáin: H-riðill - 2. sæti
Pólland
Besta nía í heimi?
Besta nía í heimi?
Mynd: Getty Images
Adam Nawalka.
Adam Nawalka.
Mynd: Getty Images
Szczesny er góður markvörður, en hefur þurft að sitja á bekknum hjá Juventus.
Szczesny er góður markvörður, en hefur þurft að sitja á bekknum hjá Juventus.
Mynd: Getty Images
Piotr Zielinski.
Piotr Zielinski.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Þá er komið að þessu. Spá Fótbolta.net fyrir riðlakeppni Heimsmeistaramótsins lýkur í dag.

Á þessum sunnudegi rúllum við yfir síðasta riðilinn, H-riðilinn, sem inniheldur Japan, Pólland, Sengeal og Kólumbíu.

Sjá einnig:
Spáin fyrir A-riðil
Spáin fyrir B-riðil
Spáin fyrir C-riðil
Spáin fyrir D-riðil
Spáin fyrir E-riðil
Spáin fyrir F-riðil
Spáin fyrir G-riðil

HM í Rússlandi hefst eftir nokkra daga. Opnunarleikurinn er á milli heimamanna og Sádí-Arabíu 14. júní og sjálfur úrslitaleikurinn verður 15. júlí næstkomandi.

Spámenn Fótbolta.net: Cloe Lacasse, Elvar Geir Magnússon, Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson, Gunnar Logi Gylfason, Ívan Guðjón Baldursson, Magnús Már Einarsson, Mist Rúnarsdóttir, Natasha Moraa Anasi, Orri Rafn Sigurðarson, Sara Hrund Helgadóttir, Tryggvi Guðmundsson.

Liðin fengu stig frá 1-4 eftir því sem þeim var spáð í riðlinum. Mest var því hægt að fá 44 stig, minnst 11 stig.

Spá Fótbolta.net fyrir H-riðil:

1. sæti.
2. sæti. Pólland, 36 stig
3. sæti. Senegal, 18 stig
4. sæti. Japan, 17 stig

Staða á heimslista FIFA: 8.

Um liðið: Pólverjar komust inn í styrkleikaflokk 1 þegar dregið var í riðla í desember og fengu þar með auðveldari riðil. Robert Lewandowski er aðalmaðurinn í Póllandi og það verður mikil ábyrgð sett á herðar hans að liðið komist áfram.

Þjálfarinn: Adam Nawalka tók við Póllandi árið 2013 eftir að liðinu mistókst að komast á HM 2014. Hann er búinn að gera fína hluti og kom Póllandi meðal annars í 8-liða úrslit á EM 2016.

Hann var að þjálfa félagslið í heimalandinu áður en hann tók við pólska landsliðinu. Það ber einnig að nefna það að hann var aðstoðarþjálfari pólska landsliðins 2007 og 2008 og fór þá á stórmót með liðinu, Evrópumótið 2008.

Árangur á síðasta HM: Voru ekki með.

Besti árangur á HM: Þriðja sæti 1974 og 1982. Nawalka, þjálfari liðsins, spilaði á HM 1978 og var þá einn af bestu leikmönnum mótsins. Hann var ekki með 1974 og 1982.

Leikir á HM 2018:
19. júní, Pólland - Senegal (Moskva)
24. júní, Pólland - Kólumbía (Kazan)
28. júní, Japan - Pólland (Volgograd)

Af hverju Pólland gæti unnið leiki: Það er lúxus að vera með Robert Lewandowski í sínu liði. Það er hægt að færa rök fyrir því að hann sé besta "nía" í heiminum. Hann var markahæsti leikmaðurinn í undankeppninni í Evrópu með 16 mörk. Hann virðist alltaf finna markaskóna þegar hann spilar fyrir Pólland. Ætli hann taki þá ekki með sér í flugið til Rússlands?

Þetta lið er samt meira en Lewandowski, hann skorar ekki 16 mörk einn síns liðs. Nawalka er vinsæll í heimalandinu og virðist fær þjálfari. Piotr Zielinski og Karol Linetty eru skemmtilegir á miðsvæðinu og í vörninni eru leiðtogar eins og til að mynda Kamil Glik, sem spilar fyrir Mónakó.

Af hverju Pólland gæti tapað leikjum: Liðið fékk á sig mikið af mörkum í undankeppninni og þarf að fylla í götin. Meðalaldurinn í vörninni er nokkuð hár. Þá er það áhyggjuefni að nokkrir leikmenn í liðinu hafa ekki verið upp á sitt besta með félagsliðum sínum í vetur. Lewandowski var meðal annars gagnrýndur fyrir slaka frammistöðu í Meistaradeildinni með Bayern.

Milik og Blaszczykowski hafa verið meiddir, Wojciech Szczesny var varaskeifa fyrir Gianluigi Buffon hjá Juventus og Grzegorz Krychowiak spilaði illa fyrir West Brom sem féll úr ensku úrvalsdeildinni. Hann komst ekki í liðið undir lokin.

Nawalka þarf að hafa alla leikmenn sína upp á sitt besta.

Stjarnan: Robert Lewandowski er aðalmaðurinn í þessu liði. Hann hefur hingað til verið mjög sterkur í markaskorun fyrir Pólverja, er orðinn markahæstur í sögu pólska landsliðsins og mögulega besti pólski fótboltamaður sem uppi hefur verið.

Hann er að koma úr fínu tímabili með Bayern en er orðaður frá þýska félaginu. Munu sögusagnirnar trufla hann? Hann skoraði aðeins eitt mark á EM 2016 og þarf að gera betur núna.

Fylgstu með: Piotr Zielinski, 24 ára miðjumaður Napoli á Ítalíu. Spilaði nánast alla leiki Napoli, sem varð næstum því Ítalíumeistari, í vetur. Hann er mikilvægur í sóknaruppbyggingunni og Lewandowski þarf á honum að halda. Félagi hans á miðjunni Karol Linetty er alls ekki slæmur leikmaður heldur.

Liverpool reyndi árið 2016 að fá Zielinski en hann valdi að ganga í raðir Napoli.

Líklegt byrjunarlið að mati Yahoo Sports (4-2-3-1): Wojciech Szczesny; Lukasz Piszczek, Kamil Glik, Michal Pazdan, Maciej Rybus; Grzegorz Krychowiak, Karol Linetty; Jakub Blaszczykowski, Piotr Zielinski, Kamil Grosicki; Robert Lewandowski.

Leikmannahópurinn:
Markverðir: Bartosz Bialkowski (Ipswich Town), Lukasz Fabianski (Swansea City), Wojciech Szczęsny (Juventus).

Varnarmenn: Jan Bednarek (Southampton), Bartosz Bereszyiski (Sampdoria), Thiago Cionek (SPAL), Kamil Glik (AS Monaco), Łukasz Piszczek (Borussia Dortmund), Artur Jedrzejczyk (Legia Warsaw), Michał Pazdan (Legia Warsaw).

Miðjumenn: Jakub Blaszczykowski (VfL Wolfsburg), Jacek Goralski (Ludogorets Razgrad), Kamil Grosicki (Hull City), Grzegorz Krychowiak (West Bromwich Albion), Rafał Kurzawa (Gornik Zabrze), Karol Linetty (Sampdoria), Slawomir Peszko (Lechia Gdansk), Maciej Rybus (Lokomotiv Moscow), Piotr Zielinski (Napoli).

Sóknarmenn: Dawid Kownacki (Sampdoria), Robert Lewandowski (Bayern Munich), Arkadiusz Milik (Napoli), Lukasz Teodorczyk (Anderlecht).
Athugasemdir
banner
banner