Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 10. júní 2018 08:00
Gunnar Logi Gylfason
Salah: Egyptaland vill endurskrifa söguna
Mo Salah er skærasta stjarna egypska landsliðsins
Mo Salah er skærasta stjarna egypska landsliðsins
Mynd: Getty Images
Egyptaland tekur þátt í Heimsmeistaramótinu í Rússlandi í sumar en er þetta fyrsta skipti síðan 1990 sem Egyptaland verður með á HM.

Síðan þá hefur Egyptaland fjórum sinnum unnið Afríkumótið, 1998, 2006, 2008 og 2010.

„Það er langt síðan við komumst á HM og þetta var mjög sérstakt. Kannski eins og að vinna HM fyrir Spán," sagði Salah.

„Það var pressa á okkur að komast á HM. Auðvitað eru einhverjir sem hugsa 'allt í lagi, við komumst á mótið, það er flott'. En fyrir mér er það ekki þannig, við viljum endurskrifa söguna, afreka eitthvað nýtt."

„Fyrir mér er pressan á að afreka eitthvað meira en við höfum áður. Ekki bara fara þangað, spila þrjá leiki og þakka fyrir okkur. Það er ekki það sem ég hugsa um," sagði stjörnuleikmaður Egypta að lokum.

Egyptaland er í A-riðli með Sádí-Arabíu, Úrúgvæ og gestgjöfunum í Rússlandi.
Athugasemdir
banner
banner