Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 10. júní 2018 05:55
Gunnar Logi Gylfason
Vináttulandsleikir í dag - Brasilía leggur lokahönd á undirbúning fyrir HM
Brasilíumenn leika sinn síðasta leik fyrir Rússlandsförina í dag
Brasilíumenn leika sinn síðasta leik fyrir Rússlandsförina í dag
Mynd: Getty Images
Tveir vináttulandsleikir eru á dagskrá í dag og er annar þeirra mun áhugaverðari en hinn.

Um er að ræða leiki Austurríkis og Brasilíu annars vegar og Indlands og Keníu hins vegar.

Indland og Kenía eru ekki á leiðinni á Heimsmeistaramótið frekar en Austurríki en Brasilíumenn eru á leiðinni þangað og þykja nokkuð sigurstranglegir.

Brasilía stefnir að því að sigra mótið í fyrsta skipti síðan árið 2002 þegar keppnin fór fram í Japan og Suður-Kóreu.

Brasilía leikur í E-riðli á HM þar sem andstæðingarnir verða Serbía, Kosta Ríka og Sviss.

Leikir dagsins:
14:00 Austurríki - Brasilía
14:30 Indland - Kenía

Athugasemdir
banner
banner
banner