Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 10. júní 2019 20:27
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
ESPN: Oblak ósáttur - United tilbúið ef de Gea fer
Mynd: Getty Images
Jan Oblak, markvörður Atletico Madrid, er sagður vilja yfirgefa félagið í sumar.

ESPN segir frá því að Oblak sé í fýlu við Atletico og vilji ganga í raðir Manchester United. Oblak er sagður hafa alist upp sem stuðningsmaður United.

Oblak sagði í síðustu viku að hann hefði áhyggjur af framtíð Atletico. Antoine Griezmann, Lucas Hernandez, Diego Godin, Filipi Luis og Juanfran eru á förum eða hafa nú þegar yfirgefið herbúðir Madridarliðsins.

Man Utd og PSG eru sögð á höttunum á eftir Oblak. Framtíð David de Gea hjá United sé óljós og þá yfirgaf Gianluigi Buffon herbúðir PSG í síðustu viku.

United er sagt tilbúið að uppfylla ákvæði í samningi Oblak sem segir að markvörðurinn megi yfirgefa Atletico ef 120 milljóna evra tilboð komi á borð til félagsins.

Oblak hélt 27 sinnum hreinu á árinu 2018, mest allra markmanna í Evrópu. Hann fékk aðeins 36 mörk á sig í þeim 50 leikjum sem hann spilaði.

Athugasemdir
banner
banner