mán 10. júní 2019 15:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hamren: Gaman að deila gleðinni með fjölskyldunni
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fjölskylda Erik Hamren var á vellinum þegar Ísland vann 1-0 sigur á Albaníu í undankeppni EM síðastliðinn laugardag.

Hamren fagnaði vel eftir leikinn og sendi fingurkossa til fjölskyldunnar upp í stúku.

„Við viljum vinna og við gerum það saman. Það var svo mikilvægt að fá sigurinn fyrir leikmennina, starfsliðið, stuðningsmennina og Ísland. Við áttum erfitt ár í fyrra og núna höfum við unnið tvo af þremur leikjum í þessari undankeppni," sagði Hamren.

„Þegar þú ert með fjölskylduna hjá þér og getur deilt sigurtilfinningunnni og gleðinni með þeim þá er það frábært. Fjölskyldan styður þig og er til staðar fyrir þig. Það er gaman að ná árangri og geta deilt því með fjölskyldunni."

Sjá einnig:
„Verður áskorun en við kunnum vel við áskoranir"
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner