Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 10. júní 2019 00:55
Elvar Geir Magnússon
Stærstu fjölmiðlar Tyrklands fjalla um burstamálið
Icelandair
Mynd: Skjáskot
Óhætt er að taka svo til orða að samfélagsmiðlar logi eftir að óþekktur einstaklingur beindi þvottabursta að Emre Belözoglu, fyrirliða Tyrklands, á Leifsstöð í dag.

Fótbolti.net fjallaði um málið í kvöld.

Fjölmargir stuðningsmenn Tyrklands eru bálreiðir vegna athæfisins en tveir íslenskir íþróttafréttamenn hafa séð sig knúna til að senda frá sér yfirlýsingar eftir að spjótin beindust að þeim.

Fjallað er um málið í stærstu fjölmiðlum Tyrklands.

Hægt er að sjá fréttir um málið með því að smella hér eða hér.

Þar kemur meðal annars fram að leikmenn og starfsmenn tyrkneska knattspyrnusambandsins hafi verið ósáttir við þær móttökur sem þeir fengu þegar þeir lentu á Íslandi.

Þeir hafi fengið stranga og tímafreka öryggisleit.

„Það sem þeir hafa gert er vanvirðing og dónaskapur. Við höfum þurft að bíða í þrjá tíma. Það hefur verið leitað í öllum farangri okkar aftur og aftur. Við flugum í sex og hálfan tíma og höfum svo þurft að bíða í þrjá tíma," er haft eftir Burak Yilmaz, leikmanni Tyrklands.
Athugasemdir
banner
banner
banner