Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   fim 10. júní 2021 18:00
Victor Pálsson
„Vit í því fyrir Haaland að fara til Chelsea"
Mynd: EPA
Það er vit í því fyrir Erling Haaland að ganga í raðir Chelsea að sögn blaðamannsins Julien Laurens.

Haaland er orðaður við Chelsea sem og önnur félög en hann má fara fyrir 75 milljónir evra á næsta ári.

Lið hafa þó áhuga á að semja við Haaland í sumar en ekki er líklegt að Dortmund muni leyfa Norðmanninum að fara.

Haaland skoraði 41 mark fyrir Dortmund á síðustu leiktíð en hann er enn aðeins 20 ára gamall.

„Ég get sé þetta gerast og það er vit í þessu," sagði Laurens í samtali við ESPN.

„Við höfum rætt af hverju Dortmund vill halda honum í eitt ár til viðbótar. Við vitum að kaupákvæðið verður virkt næsta sumar fyrir 75 milljónir evra."

„Þú heldur honum hjá Dortmund í ár því hann getur unnið titil fyrir félagið á næsta ári næstum einsamall."

„Hins vegar er Chelsea eða Manchester City bjóða 150 milljónir evra og tvöfalda það verð þá þarf Dortmund að nýta sér það."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner