Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   fös 10. júní 2022 23:57
Brynjar Ingi Erluson
4. deild: Framherji Uppsveita funheitur - Kominn með 17 mörk í 4 leikjum
George Razvan Charlton er funheitur í byrjun tímabils
George Razvan Charlton er funheitur í byrjun tímabils
Mynd: Höttur/Huginn
Brynjar Jónasson skoraði tvö fyrir Álftanes
Brynjar Jónasson skoraði tvö fyrir Álftanes
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
George Razvan Charlton gerði þrennu er Uppsveitir unnu Hafnir 6-0 í C-riðli 4. deildar karla í gær og er hann langmarkahæsti maður deildarinnar.

Uppsveitir hafa unnið alla leiki sína í C-riðlinum til þessa eða fjóra talsins. Liðið hefur skorað 26 mörk og Charlton gert 17 þeirra.

Hann skoraði þrennu fyrir liðið í gær og er langmarkahæstur í deildinni en næsti leikmaður er með 7 mörk.

Í sama riðli vann Árborg lið Léttis, 2-1, í kvöld. Tveir leikmenn Léttis fengu að líta rauða spjaldið í leiknum en þrátt fyrir það náði Kristján Daði Runólfsson að minnka metin undir lok leiks. Léttismenn komust ekki lengra og eru liðin nú jöfn að stigum eftir þrjá leiki með 6 stig.

Alejandro Barce Lechuga gerði þrennu er Einherji vann Samherja, 7-1. Einherji er á toppnum í E-riðlinum með fullt hús stiga eftir fimm leiki.

Úrslit og markaskorarar:

C-riðill:

Árborg 2 - 1 Léttir
1-0 Reynir Freyr Sveinsson ('13 )
2-0 Andrés Karl Guðjónsson ('52 )
2-1 Kristján Daði Runólfsson ('90 )

Álftanes 2 - 2 Berserkir/Mídas
1-0 Brynjar Jónasson ('19 )
1-1 Ólafur Björn Sverrisson ('34 )
2-1 Brynjar Jónasson ('52 )
2-2 Daníel Björn Sigurbjörnsson ('88 )

Hafnir 0 - 6 Uppsveitir
0-1 Kristinn Sölvi Sigurgeirsson ('5 )
0-2 George Razvan Chariton ('30 )
0-3 George Razvan Chariton ('36 , Mark úr víti)
0-4 George Razvan Chariton ('39 , Mark úr víti)
0-5 Máni Snær Benediktsson ('80 )
0-6 Kristinn Sölvi Sigurgeirsson ('90 )

E-riðill:

Samherjar 1 - 7 Einherji
0-1 Maxim Iurcu ('15 )
0-2 Miguel Angel Ortuno Garcia ('22 )
0-3 Maxim Iurcu ('52 )
0-4 Alejandro Barce Lechuga ('59 )
1-4 Baldvin Ingvason ('60 )
1-5 Alejandro Barce Lechuga ('72 )
1-6 Alejandro Barce Lechuga ('78 )
1-7 Rubén Menéndez Riesco ('85 )
4. deild karla - C-riðill
Lið L U J T Mörk mun Stig
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner