Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 10. júní 2022 16:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Áslaug Munda komið sterk til baka - „Jafnvel í byrjunarliðinu"
Icelandair
Áslaug Munda í leik með Blikum í sumar.
Áslaug Munda í leik með Blikum í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir hefur komið sterk inn í lið Breiðabliks að undanförnu og hefur tvisvar verið valin í lið umferðarinnar hér á Fótbolta.net frá því hún kom heim úr Harvard háskólanum.

Áslaug Munda, sem var einn besti leikmaður Íslandsmótsins áður en hún fór út í fyrra, fékk höfuðhögg undir lok síðasta árs og var keppni um nokkurt skeið vegna þess. Hún er búin að jafna sig sem eru frábær tíðindi fyrir íslenska landsliðið.

Á morgun verður tilkynntur landsliðshópur Íslands fyrir EM og eru góðar líkur á því að Áslaug Munda verði þar. Svo telur allavega Bjarni Helgason, fréttamaður á Morgunblaðinu. Hann ræddi á dögunum við Sæbjörn Steinke um nýja þætti sína, Dætur Íslands, og auðvitað um landsliðið.

„Mitt gisk er að hann taki Áslaugu Mundu með og að hún verði jafnvel í byrjunarliðinu," sagði Bjarni en Áslaug Munda er einn okkar efnilegasti leikmaður.

„Ég er 99 prósent viss um að hún verði í hópnum og muni byrja í einhverjum leik," sagði Sæbjörn.

„Ég held að hún muni byrja alla leikina ef hún helst heil og spilar alla leiki fram að móti," sagði Bjarni.

Sjá einnig:
Hausverkur landsliðsþjálfarans: Þessar myndum við velja
Bjarni Helgason um Dætur Íslands og kvennalandsliðið - „Á alltaf að vera í þessum hóp"
Athugasemdir
banner
banner
banner