Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 10. júní 2022 23:06
Brynjar Ingi Erluson
Bale kvartar yfir leikjaálagi og vill meiri vernd - „Það þarf að hugsa um velferð leikmanna"
Gareth Bale
Gareth Bale
Mynd: EPA
„Þeir þurfa að hugsa um leikmennina, því þetta er engin vara án þeirra," segir Gareth Bale, fyrirliði velska landsliðsins, en hann ræðir þar leikjaálagið og kallar eftir því að fótboltayfirvöld setji leikmennina í forgang.

Wales mætir Belgíu í Þjóðadeildinni á morgun og er það fjórði leikurinn á tíu dögum og það eftir langt tímabil.

Fleiri leikir eru spilaðir á ári hverju og er þetta að draga allan móð úr leikmönnum og kallar Bale eftir breytingum.

„Það verða afleiðingar af þessu til lengri tíma. Líkamar fólks geta ekki höndlað þetta ár eftir ár."

„Það verður eitthvað að breytast. Fólkið sem stjórnar þessu þarf að gera eitthvað en því miður spila peningar inn í dæmið. Þetta er bransinn þegar allt kemur til alls, en það þarf að horfa framhjá peningunum til að hugsa um velferð leikmanna."

„Það nefndi einhver við mig í hádegismatnum um daginn að Kevin de Bruyne gæti spilað 79 leiki á öllu næsta tímabili og fengi aðeins þrjár vikur í frí. Þetta er alltof mikið og þessir hlutir þurfa að breytast og allir leikmenn munu segja þér að þetta eru of margir leikir. Það er ómögulegt að spila á svona marga leiki á svona háu stigi,"
sagði Bale í lokin.
Athugasemdir
banner
banner