Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 10. júní 2022 17:47
Brynjar Ingi Erluson
Barcelona hafnaði fyrsta tilboði Man Utd í De Jong
Frenkie De Jong
Frenkie De Jong
Mynd: Getty Images
Spænska félagið Barcelona hafnaði fyrsta tilboði Manchester United í hollenska miðjumanninn Frenkie de Jong.

Erik ten Hag, nýráðinn stjóri United, stefnir að því að gera De Jong að fyrstu kaupum sumarsins en þeir unnu saman hjá Ajax áður en miðjumaðurinn fór til Barcelona árið 2019.

De Jong, sem er 25 ára gamall, hefur staðið sig vel hjá Barcelona en félagið er samt sem áður reiðubúið að leyfa honum að fara fyrir rétta upphæð.

Hann hefur hingað til talað um að hann vilji ólmur vera áfram hjá Börsungum. Félagið hefur hins vegar verið að ganga í gegnum erfiðleika í rekstri síðustu ár og mun því hlusta á tilboð.

United hefur sýnt honum mikinn áhuga síðustu vikur og lagði félagið fram fyrsta tilboðið í De Jong á dögunum. United bauð 60 milljón punda í leikmanninn en því var hafnað. Þetta segir Fabrizio Romano,

Viðræður munu halda áfram á næstu dögum og er gert ráð fyrir því að félögin nái samkomulagi um eða rétt eftir helgi.


Athugasemdir
banner