Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 10. júní 2022 09:20
Elvar Geir Magnússon
Bernardo Silva orðaður við Barca - Nunez í stað Mane
Powerade
Bernardo Silva.
Bernardo Silva.
Mynd: EPA
Darwin Nunez.
Darwin Nunez.
Mynd: EPA
Reece James, leikmaður Chelsea.
Reece James, leikmaður Chelsea.
Mynd: EPA
Ungstirnið Gavi.
Ungstirnið Gavi.
Mynd: Getty Images
Andreas Pereira hefur spilað á lánssamningi með Flamengo.
Andreas Pereira hefur spilað á lánssamningi með Flamengo.
Mynd: Getty Images
Góðan og gleðilegan föstudag. Með okkur í slúðurpakkanum í dag eru meðal annars Nunez, Oxlade-Chamberlain, Mane, Sterling, Silva, Leao og Neves.

Barcelona hefur verið í viðræðum varðandi Bernardo Silva (27), miðjumann Manchester City, en hefur bara efni á Portúgalanum ef félagið selur hollenska miðjumanninn Frenkie de Jong (25). (Fabrizio Romano)

Á fundi með forráðamönnum Barca þá ræddi umboðsmaður Silva, Jorge Mendes, einnig um portúgalska sóknarmanninn Rafael Leao (22) hjá AC Milan og miðjumanninn Ruben Neves (25) hjá Wolves. (Sport)

Liverpool hefur náð samkomulagi við úrúgvæska sóknarmanninn Darwin Nunez (22) hjá Benfica um kaup og kjör. (The Athletic)

Liverpool býst við því að Bayern München gangi að 40 milljóna punda verðmiða á Sadio Mane (30) sem muni hjálpa félaginu að fjármagna kaup á Nunez fyrir um 60 milljónir punda. (Telegraph)

Stærstu félög Evrópu telja að Raheem Sterling (27) sé klár í að yfirgefa Manchester City í sumar og Chelsea er meðal félaga sem býr sig undir að gera tilboð. (Telegraph)

Paris St-Germain hefur haft samband við Lille um möguleg kaup á Sven Botman (22) eftir að viðræður við AC Milan lentu á vegg. Tottenham, Manchester United og Chelsea hafa einnig spurst fyrir um hollenska miðjumanninn og Newcastle hefur enn áhuga. (90min)

Manchester City og Real Madrid fylgjast með þróun mála hjá enska varnarmanninum Reece James (22) sem hefur enn ekki fengið endurbættan samning hjá Chelsea. James fær um 70 þúsund pund í vikulaun og á þrjú ár eftir af samningi sínum á Stamford Bridge. (Mail)

Umboðsmenn brasilíska vængmannsins Antony (22) eru í Evrópu að reyna að ná samkomulagi við Manchester United. Leikmaðurinn lék undir stjórn Erik ten Hag hjá Ajax og er metinn á um 50 milljónir punda af hollenska félaginu. (Goal Brazil)

Bayer Leverkusen hefur sagt Newcastle að félagið hyggist halda franska vængmanninum Moussa Diaby (22) á næsta tímabili. (Express)

Ilkay Gundogan (31), miðjumaður Manchester City, er á óskalistum Barcelona og Juventus. Samningur hans við City rennur út 2023. (Bild)

West Ham hefur áhuga á Michael Keane (29), miðverði Everton, en Everton er að vinna West Ham í baráttunni um miðvörðinn James Tarkowski (29) hjá Burnley. (Football Insider)

Liverpool vill virkja 42,5 milljóna punda riftunarákvæði spænska miðjumannsins Gavi (17) hjá Barcelona. Ungstirnið vill þó helst gera nýjan samning við Börsunga. (La Porteria)

Oleksandr Zinchenko (25) er opinn fyrir því að yfirgefa Manchester City í sumar en þá þyrftu nýir vinnuveitendur að tryggja honum spiltíma á miðsvæðinu en þar spilar hann fyrir Úkraínu. Wolves, Arsenal, Everton, Leicester og West Ham eru meðal félaga sem hafa áhuga. (90min)

Chelsea og Tottenham hafa blandað sér í hóp með Manchester City sem fylgjast með stöðu spænska vinstri bakvarðarins Marc Cucurella (23) hjá Brighton. (Goal)

City gæti sent enska miðjumanninn James McAtee (19) á lán til Brighton sem hluti af samkomulagi um Cucurella. (Sun)

Fenerbahce hefur áhuga á Andreas Pereira (26), brasilískum miðjumanni Manchester United. Erik ten Hag er tilbúinn að gefa honum tækifæri á að sanna sig hjá United. (ESPN)

Wolves hefur sett 25 milljóna punda verðmiða á enska miðjumanninn Morgan Gibbs-White (22). Nottingham Forest og Southampton hafa áhuga á leikmanninum sem var hjá Sheffield United á láni á síðasta tímabili. (Football Insider)

Leeds United og Aston Villa hafa hafið viðræður um kaup á enska framherjanum Sonny Perkins (18) sem hefur spilað þrjá aðalliðsleiki með West Ham. (Guardian)

Fulham er nálægt því að krækja í albanska markvörðinn Thomas Strakosha (27) á frjálsri sölu. Samningur hans við Lazio rennur út í sumar. (Sun)

Middlesbroguh hefur talað við Southampton um mögulegan lánssamning við enska sóknarmanninn Adam Armstrong (25). (TeamTalk)

Joachim Löw (62), fyrrum landsliðsþjálfari Þýskalands, hefur áhuga á því að fara aftur í félagsliðaþjálfun. Hann myndi skoða það að taka við Paris St-Germain ef Mauricio Pochettino fer. (Bild)
Athugasemdir
banner
banner