Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
Finnst línan vera óskýr - „Þeir máttu það í dag“
Alltaf skemmtilegustu leikirnir - „Ég er með eitraða hægri löpp"
Hinrik Harðar: Mikil ábyrgð að vera kominn í ÍA
Rúnar Páll: Það er það sem Fylkir gengur út á
Jón Þór: Vil byrja mótið 1. mars
Amanda: Markmiðið er að fara aftur út en fókusinn er á Val
Jóhann Kristinn: Mér fannst við ekki komast yfir spennuna
   fös 10. júní 2022 13:31
Elvar Geir Magnússon
Davíð Snorri: Hrósa leikmönnum fyrir að taka því hlutverki sem þeim er rétt
Icelandair
Davíð Snorri Jónasson.
Davíð Snorri Jónasson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
U21 lið Íslands er að fara í gríðarlega mikilvægan leik gegn Kýpur á Víkingsvelli annað kvöld í lokaumferð riðilsins í undankeppni EM. Ef Ísland vinnur og Portúgal vinnur Grikkland í leik sem fram fer á sama tíma þá kemst íslenska liðið í umspil um sæti í lokakeppni EM.

„Þetta er frábær staða, gæti verið betri ef við þyrftum ekki að treysta á Portúgalana. En frábær staða fyrir okkur og mikið undir í þessum leik. Við ætlum að elska þetta móment sem við höfum unnið okkur fyrir. Við vinnum nú hörðum höndum að því að vera klárir á morgun," segir Davíð Snorri.

„Það er mikil orka, menn eru spenntir og það er fiðringur í maganum á mönnum. Allir vilja nýta þetta móment til að verða betri. Við ætlum að mæta og sækja þetta."

Árangur U21 landsliðsins er ekki síst áhugaverður fyrir þær sakir hversu margir í A-landsliðshópnum eru á U21 aldri.

„Ég hef séð það mörgum sinnum að Ísland á alltaf mjög efnilega fótboltamenn. Þeir sem eru í A-landsliðinu líka. Það eru margir leikmenn sem eru að flakka á milli liða."

Ýmsir sérfræðingar hafa kallað eftir því að fleiri leikmenn verði færðir úr A-landsliðinu yfir í U21 landsliðið.

„Það er eitthvað sem við stjórnum ekki endilega. A-landsliðið á fyrsta rétt. Svo bara vinnum við úr því. Ég er ofboðslega ánægður með þann hóp sem ég hef unnið með. Það hafa verið miklar breytingar í öllum gluggum hjá okkur. Við höfum þurft að takast á við það, ég vil bara hrósa leikmönnum að taka því hlutverki sem þeim er rétt og gera það vel. Vonandi klárum við þennan riðil á þeim nótum á morgun."

Í viðtalinu ræðir Davíð einnig um mótherja morgundagsins en hann býst við jöfnum leik annað kvöld.
Athugasemdir
banner
banner