Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 10. júní 2022 16:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ekvador fær að vera með á HM
Úr leik hjá Ekvador gegn Argentínu.
Úr leik hjá Ekvador gegn Argentínu.
Mynd: EPA
FIFA, Alþjóðknattspyrnusambandið, hefur tekið ákvörðun um það að landslið Ekvador fái að leika með á HM í Katar þrátt fyrir kvörtun frá knattspyrnusambandi Síle.

Síle kvartaði til FIFA og sagðist vera með sannanir þess efnis að Byron Castillo hafi spilað fyrir Ekvador undir fölsku fæðingarvottorði. Hann sé í raun Kólumbíumaður, fæddur í Tumaco.

Síle vonaðist til þess að fá sætið á HM í staðinn fyrir Ekvador, en það verður ekkert úr því hjá þeim.

FIFA sendi frá sér yfirlýsingu áðan þar sem sagt var frá því að búið væri að loka þessu máli og engar breytingar yrðu gerðar á heimsmeistaramótinu.

Ekvador er í A-riðli á HM með heimamönnum í Katar, Senegal og Hollandi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner