Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 10. júní 2022 13:20
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ísland kom sér í hóp með þremur slökustu landsliðum Evrópu
Úr leiknum í gær.
Úr leiknum í gær.
Mynd: Getty Images
Eina marki Íslands fagnað.
Eina marki Íslands fagnað.
Mynd: Getty Images
Íslenska karlalandsliðið spilaði einn sinn versta landsleik í sögunni í gær, það er óhætt að segja það.

Lestu um leikinn: San Marínó 0 -  1 Ísland

Liðið spilaði við San Marínó, sem er í 211. sæti af 211 landsliðum á heimslista FIFA; þeir eru versta landslið í heimi samkvæmt þeim ágæta lista.

Ísland mætti með nokkuð reynslulítið lið í leikinn en það er engin afsökun fyrir eins slakri frammistöðu og raun ber vitni. Við vorum á endanum heppnir að taka sigurinn því San Marínó hefði hæglega getað jafnað metin í seinni hálfleiknum.

Það er athyglisvert að rýna í úrslit síðustu ára hjá San Marínó. Það hafði aðeins gerst fjórum sinnum á síðustu fimm árum - fyrir leikinn í gær - að andstæðingur San Marínó í landsleik skori bara eitt mark eða minna í leik gegn þeim.

Núna er sá listi svona:
Ísland (2022)
Gíbraltar (2020)
Liechtenstein (2020)
Gíbraltar (2020)
Moldóva (2018)

Þetta eru þrjú verstu landslið Evrópu fyrir utan San Marínó - samkvæmt heimslista FIFA - og svo Ísland.

Við erum núna í 63. sæti á heimslistanum.

Frá 2017 hefur San Marínó tapað 10-0 gegn Englandi, 9-0 gegn Rússlandi og Belgíu, 8-0 gegn Þýskalandi, Ítalíu og Noregi og 7-0 gegn Þýskalandi og Ítalíu. Á þessum tíma hafa þeir gert þrjú jafntefli; tvisvar gegn Liechtenstein og einu sinni gegn Gíbraltar sem eru tvö verstu landslið Evrópu fyrir utan San Marínó.

San Marínó hefur alls tapað 17 landsleikjum í röð.
Athugasemdir
banner
banner