fös 10. júní 2022 11:10
Elvar Geir Magnússon
Landslið Kanada komið úr verkfalli og vann 4-0
Alphonso Davies fagnar öðru marka sinna.
Alphonso Davies fagnar öðru marka sinna.
Mynd: Getty Images
Alphonso Davies, leikmaður Bayern München, skoraði tvívegis þegar Kanada vann karabíska eyríkið Curacao 4-0 í Concacaf Þjóðadeildinni.

Kanadíska landsliðið var í verkfalli og spilaði því ekki vináttulandsleik við Panama á sunnudag.

Kanadíska landsliðið tryggði sér sæti á lokamóti HM í annað sinn í sögunni og eru leikmenn ósáttir með úthlutun HM-peninganna, bæði þegar kemur að sjónvarps- og ímyndarrétti og verðlaunafé.

En menn komu ferskir úr verkfallinu og unnu sannfærandi sigur gegn Curacao. Steven Vitoria og Lucas Cavallini skoruðu báðir í leiknum.

„Þetta hefur verið mjög tilfinningarík vikar fyrir starfsliðið, mig sjálfan og leikmenn," sagði John Herdman, þjálfari Kanada. „Mér þykir svo vænt um þessa gaura. Við höfum verið í ýmsum baráttum og ég hef séð fórnirnar sem þeir hafa framkvæmt."

Viðræður milli fótboltasambandsins og leikmanna eru áfram í gangi.
Athugasemdir
banner
banner