banner
   fös 10. júní 2022 15:06
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Leggur til að Arsenal geri tilboð í Lukaku
Romelu Lukaku.
Romelu Lukaku.
Mynd: EPA
Paul Merson, fyrrum leikmaður Arsenal, telur að sitt gamla félag eigi kaupa belgíska sóknarmanninn Romelu Lukaku.

Lukaku var keyptur til Chelsea síðasta sumar fyrir 100 milljónir punda en hann olli miklum vonbrigðum á tímabilinu sem var að klárast.

Hann endaði á því að vera inn og út úr liðinu hjá Thomas Tuchel. Lukaku er núna sagður vilja komast í burtu og hefur verið mikið orðaður við sitt gamla félag, Inter.

En Merson vill að Arsenal blandi sér í baráttuna um sóknarmanninn sterka.

„Arsenal ætti að gera 60 milljón punda tilboð í Lukaku. Chelsea virðist vilja láta hann fara og það er talað um að þeir séu tilbúnir að lána hann til Inter. Af hverju myndu þeir ekki taka peningana frá Arsenal?"

„Ég veit að hann skoraði ekki mikið á tímabilinu, en hann er samt sem áður markaskorari í hæsta gæðaflokki," segir Merson.

Merson telur að Lukaku myndi henta Arsenal vel og hann myndi leysa ákveðið vandamál því Arsenal vantar framherja. En það er náttúrulega ákveðinn rígur á milli Arsenal og Chelsea, og spurning hvort Chelsea sé tilbúið að selja til nágranna sinna. Svo er líka spurning hvort Lukaku sé til í að fara til Arsenal þar sem ekki er boðið upp á Meistaradeildarbolta.
Athugasemdir
banner
banner
banner