Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 10. júní 2022 20:01
Brynjar Ingi Erluson
Mjólkurbikar kvenna: Brenna með stórleik í endurkomusigri Selfyssinga
Brenna Lovera skoraði þrennu
Brenna Lovera skoraði þrennu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Selfoss 4 - 1 Þór/KA
0-1 Margrét Árnadóttir ('43 )
1-1 Brenna Lovera ('50 )
2-1 Brenna Lovera ('72 )
3-1 Barbára Sól Gísladóttir ('84 )
4-1 Brenna Lovera ('86 )
Lestu um leikinn

Brenna Lovera gerði þrennu er Selfoss vann Þór/KA, 4-1, í 8-liða úrslitum Mjólkurbikars kvenna á JÁVERK-vellinum á Selfossi í dag.

Það var mark Margrétar Árnadóttur sem skildi liðin að í hálfleik og Þór/KA með verðskuldaða forystu.

Hálfleiksræðan í klefa Selfyssinga virðist hafa virkað fullkomlega því liðið mætti inn í síðari hálfleikinn og gerði fjögur mörk.

Brenna jafnaði metin á 50. mínútu og var nálægt því að koma liðinu svo yfir þrettán mínútum síðar en skot hennar fór yfir úr dauðafæri.

Hún bætti upp fyrir það á 72. mínútu. Hún fékk boltann í teignum eftir fyrirgjöf frá hægri, tók snúninginn og kom Selfyssingum yifr.

Barbára Sól Gísladóttir bætti við forystuna á 84. mínútu með glæsilegu skoti í þaknetið áður en Brenna gerði þriðja og síðasta mark sitt í leiknum tveimur mínútum síðar er hún komst ein gegn Söru Mjöll Jóhannsdóttur og lagði boltann í netið. Önnur þrenna kvöldsins í Mjólkurbikarnum en Jasmín Erla Ingadóttir gerði einmitt þrjú mörk í 4-1 sigri Stjörnunnar á ÍBV fyrr í kvöld.

Lokatölur 4-1 fyrir Selfoss sem er komið í undanúrslit bikarsins ásamt Stjörnunni.
Athugasemdir
banner
banner
banner