Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   fös 10. júní 2022 21:11
Brynjar Ingi Erluson
Mjólkurbikar kvenna: Öruggt hjá Val gegn KR
Valur er þriðja liðið sem tryggir sig inn í undanúrslit Mjólkurbikarsins
Valur er þriðja liðið sem tryggir sig inn í undanúrslit Mjólkurbikarsins
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur 3 - 0 KR
1-0 Ásdís Karen Halldórsdóttir ('6 )
2-0 Arna Sif Ásgrímsdóttir ('50 )
3-0 Mist Edvardsdóttir ('78 )
Lestu um leikinn

Valskonur eru komnar áfram í undanúrslit Mjólkurbikarsins eftir öruggan 3-0 sigur á KR á Origo-vellinum í kvöld.

Ásdís Karen Halldórsdóttir gerði fyrsta mark Vals eftir sex mínútur er Anna Rakel Pétursdóttir lagði boltann fyrir Ásdísi sem hafði allan tímann í heiminum til að koma sér í ákjósanlegt færi og skora.

Guðmunda Brynja Óladóttir gat jafnað leikinn þegar um hálftími var liðinn en hún skaut framhjá eftir sendingu frá Marcellu Marie Barberic.

Staðan í hálfleik 1-0 fyrir Val sem fékk svo sannarlega færin til að skora fleiri mörk.

Annað markið kom í upphafi síðari hálfleiks. Arna Sif Ásgrímsdóttir gerði það með skalla eftir hornspyrnu frá Ásdísi og þá gerði Mist Edvardsdóttir þriðja markið tólf mínútum fyrir leikslok.

Hornspyrna Vals fór yfir allan teiginn og var það Lára Kristín Pedersen sem elti boltann, kom honum fyrir markið á Mist sem stangaði knöttinn í netið.

Öruggur 3-0 sigur Vals staðreynd og liðið áfram í undanúrslit bikarsins.
Athugasemdir
banner
banner