Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 10. júní 2022 19:12
Brynjar Ingi Erluson
Notuðu eftirminnilegt atriði úr Cast Away í kynningu á nýjum leikmanni
Kane Wilson er mættur til Bristol City
Kane Wilson er mættur til Bristol City
Mynd: Bristol City
Enska B-deildarfélagið Bristol City kynnti í dag nýjan leikmann en Kane Wilson er mættur frá Forest Green Rovers. Bristol notaðist við sorglegt atriði úr bíómyndinni Cast Away við kynningu á leikmanninum.

Þessi 22 ára gamli hægri bakvörður spilaði feykivel með Forest Green í D-deildinni á síðasta tímabili er liðið tryggði sig upp í C-deildina.

Hann var valinn í lið tímabilsins og var áhuginn mikill eftir tímabilið en hann ákvað að ganga í raðir Bristol City.

Félagið kynnti hann svo í dag með því að sýna hann sparka í blakbolta en það væri ekki frásögum færandi nema fyrir þær sakir að það er rautt handarfar á boltanum og vísar þar í myndina Cast Away með Tom Hanks.

Hanks lifir af flugslys og endar á eyðieyju í myndinni en hann myndar þar sterk tengsl við blakbolta frá bandaríska íþróttaframleiðandanum Wilson. Leiðir þeirra skiljast á mjög svo sorglegan hátt undir lok myndarinnar og þurfti Bristol City auðvitað að rífa upp gömul sár í kynningunni.




Athugasemdir
banner
banner
banner