banner
   fös 10. júní 2022 15:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Óvænt tíðindi frá Leipzig: Nkunku sagður ætla að framlengja
Christopher Nkunku.
Christopher Nkunku.
Mynd: EPA
Franski landsliðsmaðurinn Christopher Nkunku er eftirsóttur af mörgum stórum félögum í Evrópu eftir ótrúlegt tímabil sem hann átti með RB Leipzig.

Hann var besti leikmaðurinn í Þýskalandi á tímabilinu þar sem hann skoraði 35 mörk í 52 leikjum.

Hinn 24 ára gamli Nkunku er mjög fjölhæfur og getur leyst stöður inn á miðsvæðinu og framarlega á vellinum.

Hann hefur verið orðaður við fjölmörg félög, en svo virðist sem hann ætli sér að vera áfram í Leipzig. Ef satt reynist, þá verður það mjög óvænt miðað við allar sögusagnirnar síðustu vikur.

Staðarmiðillinn í Leipzig, Leipziger Volkszeitung, heldur því allavega fram að leikmaðurinn sé að fara að skrifa undir nýjan samning til 2024. Miðillinn heldur því fram að Nkunku muni fá góða launahækkun og þá verði riftunarverð í samningi hans upp á 60 milljónir evra sem verður virkjað sumarið 2023.

Nkunku hefur verið orðaður við Real Madrid, Bayern München, Manchester United, Paris Saint-Germain og fleiri félög í sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner