Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 10. júní 2022 12:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Óvænt U-beygja hjá Zidane og hann ætlar að taka við PSG
Zidane Zidane.
Zidane Zidane.
Mynd: Getty Images
Zinedine Zidane er nokkuð óvænt að taka við sem stjóri Paris Saint-Germain miðað við fréttir franskra fjölmiðla í dag.

Zidane hefur verið sterklega orðaður við starfið og er það búið að vera draumur félagsins að ráða þessa miklu goðsögn. En í síðasta mánuði var sagt frá því að Zidane væri ekki sannfærður um að verkefnið væri það rétta fyrir sig.

Núna er hins vegar sagt frá því að hann verði næsti stjóri PSG og muni taka við starfinu af Mauricio Pochettino sem fær að taka pokann sinn eftir vonbrigði á síðasta tímabili.

Zidane er sagður hafa fengið stjarnfræðilega hátt tilboð frá PSG sem hann getur ekki hafnað.

Christophe Galtier, stjóri Nice, hefur verið orðaður við PSG síðustu daga en hann fær líklega ekki starfið.

Zidane hætti sem þjálfari Real Madrid á síðasta ári eftir að hafa gert liðið þrisvar að Evrópumeisturum og tvisvar að Spánarmeisturum. Hann hefur aldrei verið þjálfari hjá öðru félagi en Real Madrid þó hann hafi verið orðaður við ýmis störf, þá hefur hann aldrei tekið neitt annað verkefni að sér eftir að skórnir fóru upp á hillu.

Helsta verkefni Zidane með PSG verður að koma liðinu alla leið í Meistaradeildinni, eitthvað sem félaginu hefur aldrei tekist þrátt fyrir mikla peningaeyðslu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner