Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 10. júní 2022 11:00
Elvar Geir Magnússon
Pirlo að taka við tyrknesku liði
Andrea Pirlo.
Andrea Pirlo.
Mynd: Getty Images
Andrea Pirlo er sagður hafa gert samkomulag við tyrkneska félagið Karagümrük og verður kynntur sem nýr þjálfari liðsins bráðlega.

Karagümrük hafnaði í áttunda sæti af tuttugu liðum tyrknesku úrvalsdeildarinnar á liðnu tímabili.

Pirlo átti geggjaðan leikmannaferil og var einn besti miðjumaður sinnar kynslóðar í heiminum. Hann varð heimsmeistari með Ítalíu 2006 og raðaði inn titlum með AC Milan og Juventus.

2020 var hann ráðinn stjóri Juventus en var rekinn í maí á sama tímabili.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner