Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 10. júní 2022 07:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Pirraður út í liðsfélaga - „Af hverju gerðirðu þetta ekki fyrir Burnley?"
Wout Weghorst.
Wout Weghorst.
Mynd: Burnley
Holland vann 2-1 sigur gegn Wales í Þjóðadeildinni í gær. Wout Weghorst skoraði sigurmark Hollands í lok leiks með flugskalla.

Weghorst er leikmaður Burnley sem féll úr ensku úrvalsdeildinni í vor. Í liði Wales var Connor Roberts en hann er einnig leikmaður Burnley.

Stuttu eftir sigurmarkið fór Roberts upp að Weghorst og virðist skjóta á hann í pirringi.

„Af hverju gerðirðu þetta ekki fyrir Burnley?" lítur Roberts út fyrir að segja.

Weghorst virðist svara pirringi Roberts með því að benda á að þetta mark snérist ekki um Burnley.

Weghorst gekk í raðir Burnley frá Wolfsburg í janúar. Weghorst byrjaði vel hjá Burnley en að lokum endaði hann einungis með tvö mörk í tuttugu leikjum.

Weghorst hefur sagt frá því að hann vilji ekki spila með Burnley í Championship-deildinni. Hann sé þó ekki að fara fram á sölu og væri opinn fyrir því að fara frá félaginu á láni.


Athugasemdir
banner
banner
banner