Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 10. júní 2022 20:47
Brynjar Ingi Erluson
Þjóðadeildin: Frakkar bíða áfram eftir fyrsta sigrinum - Ísrael lagði Albaníu
Kylian Mbappe skoraði mark Frakklands
Kylian Mbappe skoraði mark Frakklands
Mynd: EPA
Manor Solomon gerði bæði mörk ísraelska liðsins gegn Albaníu
Manor Solomon gerði bæði mörk ísraelska liðsins gegn Albaníu
Mynd: EPA
Mario Pasalic skoraði sigurmark Króatíu gegn Dönum
Mario Pasalic skoraði sigurmark Króatíu gegn Dönum
Mynd: EPA
Heimsmeistaralið Frakklands hefur ekki enn unnið leik í riðli sínum í A-deild Þjóðadeildarinnar en liðið náði að bjarga andliti gegn Austurríki í 1-1 jafntefli liðanna. Ísrael lagði þá Albaníu, 2-1, í riðli Íslands í B-deildinni.

Andreas Weimann, leikmaður Bristol City í ensku B-deildinni, kom Austurríki yfir gegn Frökkum á 37. mínútu með skoti af stuttu færi eftir góða sókn heimamanna.

Frakkar þurftu að fá þá Christopher Nkunku og Kylian Mbappe inn til að bjarga stigi. Nkunku lagði upp jöfnunarmarkið fyrir Mbappe þegar sjö mínútur voru eftir og þar við sat.

Frakkar eru í neðsta sæti riðilsins í A-deildinni með 2 stig á meðan Danir eru á toppnum með 6 stig þrátt fyrir 1-0 tap gegn Króatíu í kvöld.

Ísrael lagði þá Albaníu, 2-1 í B-deildinni. Liðin leika með Íslandi í riðli en Manor Solomon gerði bæði mörk ísraelska liðsins. Þetta þýðir að Ísrael er á toppnum með 4 stig en liðið mætir Íslandi á mánudag í síðasta leiknum fyrir frí. Ísland er í öðru sæti með 2 stig.

Úrslit og markaskorarar:

A-deild:

Austurríki 1 - 1 Frakkland
1-0 Andreas Weimann ('37 )
1-1 Kylian Mbappe ('83 )

Denmark 0 - 1 Croatia
0-1 Mario Pasalic ('69 )

B-deild:

Albanía 1 - 2 Ísrael
1-0 Armando Broja ('45 , víti)
1-1 Manor Solomon ('57 )
1-2 Manor Solomon ('73 )

C-deild:

Azerbaijdsan 0 - 1 Slóvakía
0-1 Vladimir Weiss ('81 )

Hvíta-Rússland 1 - 1 Kasakstan
0-1 Abat Aimbetov ('13 )
1-1 Vladislav Malkevich ('84 )

D-deild:

Moldóva 2 - 4 Lettland
1-0 Ion Nicolaescu ('5 , víti)
1-1 Vladislavs Gutkovskis ('19 )
1-2 Janis Ikaunieks ('26 )
1-3 Vladislavs Gutkovskis ('60 )
2-3 Nichita Motpan ('64 )
2-4 Janis Ikaunieks ('75 )

Andorra 2 - 1 Liechtenstein
1-0 Jordi Alaez ('78 , víti)
2-0 Chus Rubio ('82 )
2-1 Livio Meier ('90 )
Athugasemdir
banner
banner
banner