Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 10. júní 2022 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Umboðsmaður Bastoni segir skjólstæðing sinn ekki á förum
Bastoni í leik með ítalska landsliðinu.
Bastoni í leik með ítalska landsliðinu.
Mynd: EPA
Miðvörðurinn Alessandro Bastoni hefur verið sterklega orðaður við Tottenham í sumar.

Bastoni, sem er 23 ára gamall, er sagður efstur á óskalista Antonio Conte sem vann áður með honum hjá Inter. Conte vill fá Bastoni til London.

En umboðsmaður Bastoni hefur núna stigið fram og sagt að leikmaðurinn sé ekki á förum í sumar.

„Bastoni mun klárlega vera áfram hjá Inter. Hann er með samning og er ánægður hjá félaginu. Það er ekkert vandamál hérna," sagði umboðsmaður leikmannsins að sögn fréttamannsins Daniele Mari.

Conte vill fá inn miðvörð en eins og staðan er núna, þá er ekki líklegt að Bastoni verði sá leikmaður.
Athugasemdir
banner
banner
banner