Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   þri 10. júlí 2018 15:18
Elvar Geir Magnússon
Fjórir sem berjast um að vera valinn bestur á HM
Eden Hazard.
Eden Hazard.
Mynd: FIFA
Í kvöld mætast Frakkland og Belgía í undanúrslitum HM en á morgun verður svo leikur Króatíu og Englands. Hvert þessara liða stendur uppi sem heimsmeistari?

En það eru fleiri titlar í húfi. Hefð er fyrir því að velja besta leikmann HM og fær hann gullbolta í verðlaun. Lionel Messi tók titilinn 2014, Diego Forlan 2010 og Zinedine Zidane 2006.

Mirror telur að það séu fjórir sem koma til greina árið 2018, nú þegar aðeins fjórir leikir eru eftir í keppninni.

Eden Hazard (Belgía)
Það er erfitt að stöðva Hazard þegar hann er í gírnum. Leikur Belga snýst mikið í kringum Hazard og hann hefur sýnt sparihliðarnar. Hann verður að halda áfram á þessari braut í kvöld ef gullkynslóð Belga ætlar í sinn fyrsta úrslitaleik á HM!

Harry Kane (England)
Englendingar voru aðhlátursefni á EM 2016 en Harry Kane og félagar hafa marga heillað á HM í Rússlandi. Kane er með sex mörk í fjórum leikjum og hefur einnig sýnt fjölhæfnina sem hann býr yfir í spilamennsku sinni. Lyftir hann heimsmeistaratitlinum, gullboltanum og gullskónum?

Kylian Mbappe (Frakkland)
Átti eina bestu einstaklingsframmistöðu mótsins þegar hann stútaði Argentínu í 16-liða úrslitum. Þessi 19 ára leikmaður hefur verið sú stjarna Frakka sem skærast hefur skinuð á mótinu.

Luka Modric (Króatía)
Hjartað í öllu því sem króatíska liðið reynir að framkvæma. Var magnaður þegar Króatía yfirspilaði Argentínu. „Hann er að spila frábærlega. Hann er út um allt á miðjunni. Hann stýrir leikjunum snilldarlega og hjálpar öllum í liðinu. Hann er frábær fyrirliði og leiðtogi. Þú þarft að hafa svona gaur," sagði Davor Suker, formaður Króatíu, í viðtali í vikunni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner