Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 10. júlí 2018 19:11
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrrum landsliðsmaður Króata sendur heim af HM
Mynd: Getty Images
Tekið var ákvörðun það hjá króatíska landsliðinu að senda Ognjen Vukojevic heim frá Rússlandi vegna hegðunnar hans eftir sigur Króatíu gegn Rússlandi í 8-liða úrslitum HM. Króatía sigraði gestgjafanna í vítaspyrnukeppni.

Eftir leikinn birtist Vukojevic í myndbandi með varnarmanninum Domagoj Vida. Þar sagði Vida: „Lifi Úkraína!" og tileinkaði hann Úkraínubúum sigurinn.

Vida og Vukojevic spiluðu báðir um tíma hjá Dynamo Kiev. Vukojevic er hættur en Vida spilar með Besiktas í Tyrklandi.

Þetta myndband fór ekki vel í Rússa en mjög stirrt hefur verið á milli Rússlands og Úkraínu eftir innlimun Rússa á Krímskaga árið 2014. Rússar voru ekki sáttir með skilaboð tvímenningana.

Þá eru pólitísk skilaboð eru með öllu móti bönnuð á HM og var þetta mál rannsakað hjá FIFA. Vida slapp með viðvörun en Vukojeviv var sektaður um 15 þúsund svissneska franka, en það er rétt rúmlega ein og hálf milljón íslenskra króna.

Vukojevic, sem er fyrrum landsliðsmaður Króatíu, var meðlimur af starfsteymi króatíska landsliðsins en búið er að senda hann heim.

Króatía mætir Englandi í undanúrslitum á morgun.
Athugasemdir
banner
banner