Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 10. júlí 2018 08:00
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Martinez: Tók tvö ár að gefa Belgum trú
Belgía mætir Frökkum í undanúrslitum HM í kvöld
Belgía mætir Frökkum í undanúrslitum HM í kvöld
Mynd: Getty Images
Roberto Martinez, landsliðsþjálfari Belga segir að það hafi tekið tvö ár að gefa Belgum trú á því að þeir geti unnið sinn fyrsta heimsmeistaratitil.

Belgía mæta Frökkum í kvöld í undanúrslitum HM eftir frábæran sigur á fimmföldum heimsmeisturum Brasilíu í 8-liða úrslitum.

Margir voru farnir að efast um að gullaldarkynslóð Belga gæti ekki sameinast í eitt lið en eftir sigurinn á Brasilíu eru margir hreinlega farnir að trúa því að Belgía getið unnið heimsmeistaramótið.

„Ég held að mörgum spurningum hafi verið svarað þannig að þetta er lið, ekki hópur af einstaklingum," sagði Martinez.

„Þetta er hópur manna sem vilja gera belgískan fótbolta stoltan og þeir hafa svo sannarlega gert það."

Kevin de Bruyne, ein stjarna Belgíu hefur sjálfur hrósað Martinez.

„Hann hefur byggt á styrkleikum liðsheildarinnar. Þetta lið hefur spilað saman í sjö eða átta ár og hann hefur gert okkur nánari með meiri trú á að vinna mótið. Á síðasta HM og EM höfðu líklega einhverjir leikmenn ekki trú á því að við gætum unnið," sagði Bruyne.

Belgía er með ákaflega sterkan leikmannahóp en margir hverjir leika í sterkustu liðum ensku úrvalsdeildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner