Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   þri 10. júlí 2018 16:26
Elvar Geir Magnússon
Ronaldo biðlar til stuðningsmanna Real Madrid að reyna að skilja sig
Ronaldo í leik með portúgalska landsliðinu á HM.
Ronaldo í leik með portúgalska landsliðinu á HM.
Mynd: Getty Images
Það bárust risastórar fréttir úr boltanum í dag þegar Real Madrid staðfesti sölu á Cristiano Ronaldo til Juventus.

Leikmaðurinn sjálfur hefur sent frá sér yfirlýsingu í kjölfarið.

„Þessi ár hjá Real Madrid og í Madrídarborg hafa mögulega verið þau gleðilegustu á ævi minni. Ég finn fyrir ótrúlega miklu þakklæti í garð félagsins. Ég get bara þakkað fyrir það hvernig hefur verið hugsað um mig," sagði Ronaldo.

Hann segir að eftir níu ár hafi hann talið að nú væri rétti tímapunkturinn til að hefja nýjan kafla og því hafi hann farið fram á sölu.

„Ég bið alla, sérstaklega stuðningsmenn Real Madrid, um að reyna að skilja mig. Þeir hafa verið algjörlega stórkostlegir þessi einstöku níu ár. Þetta hefur verið spennandi tími en einnig erfiður því miklar kröfur eru hjá Real Madrid. Ég mun samt aldrei gleyma því hvernig ég hef notið fótboltans hér á einstakan hátt."

„Ég er á förum en þessi treyja, merki félagsins og heimavöllurinn Santiago Bernabe munu halda áfram að eiga stað í mínu hjarta. Takk öll og ég segi það sama og ég sagði þegar ég kom fyrir níu árum: Hala Madríd!"
Athugasemdir
banner
banner
banner