Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 10. júlí 2018 23:05
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Síðast þegar Frakkland komst í úrslitaleikinn
Úr leik Frakklands og Ítalíu. Zinedine Zidane var allt í öllu.
Úr leik Frakklands og Ítalíu. Zinedine Zidane var allt í öllu.
Mynd: Getty Images
Zidane gengur af velli í Berlín.
Zidane gengur af velli í Berlín.
Mynd: Getty Images
Frakkland er komið í sinn fyrsta úrslitaleik á Heimsmeistaramóti í fótbolta frá árinu 2006.

Í úrslitaleiknum 2006 mætti Frakkland Ítalíu og óhætt er að segja að sá leikur hafi verið eftirminnilegur.

Zidane var allt í öllu á sumarkvöldi í Berlín
Heimsmeistaramótið 2006 var frábært mót sem haldið var í Þýskalandi. Tvær Evrópuþjóðir mættust í úrslitaleiknum - Frakkland og Ítalía. Tvær Evrópuþjóðir munu líka mætast núna og er Frakkland önnur þeirra.

Í undanúrslitunum sigraði Ítalía gestgjafana 2-0 í framlengdum undanúrslitaleik þar sem vinstri bakvörðurinn Fabio Grosso og Alessandro Del Piero skoruðu mörkin á 118 og 119. mínútu. Frakkar unnu Portúgala aftur á móti 1-0 þar sem Zinedine Zidane skoraði eina markið úr vítaspyrnu.

Zidane lék sinn síðasta leik á ferlinum í úrslitaleiknum og hann átti svo sannarlega eftir að koma mikið sögu í leiknum. Zidane byrjaði á að koma Frökkum yfir á sjöundu mínútu þegar hann vippaði boltanum, svellkaldur í slána og inn af vítapunktinum.

Marco Materazzi jafnaði fyrir Ítalíu á 19. mínútu eftir hornspyrnu frá Andrea Pirlo. Framlengja þurfti leikinn og þar komust markaskorararnir Zidane og Materazzi aftur í sviðsljósið.

Eftir orðskipti þeirra á milli þar sem Materazzi lét ófögur orð falla um fjölskyldumeðlim Zidane þá svaraði Frakkinn með því að skalla Materazzi í bringuna. Zidane var í kjölfarið rekinn af velli og ferli hans lauk með rauðu spjaldi. Þetta er líklega frægasta atvik í sögu HM, allavega með þeim frægari.

Grípa þurfti til vítaspyrnukeppni þar sem Ítalir skoruðu úr öllum fimm spyrnum á meðan David Trezeguet skaut í slána úr annarri spyrnu Frakka og lokatölur í vítaspyrnukeppninni 5-3 fyrir Ítölum sem unnu þarna sitt fyrsta stórmót í 24 ár. Frakkar gengu hins vegar niðurlútir af velli í þýsku höfuðborginni, Berlín.

Smelltu hér til að sjá Zidane skalla Materazzi

Annar séns fyrir Frakkland
Nú fá Frakkar annan séns, þeir eru komnir í fyrsta úrslitaleikinn frá 2006. Þetta er reyndar annar úrslitaleikur þeirra á stórmóti þeirra í röð - þeir komust líka í úrslit á EM fyrir tveimur árum en töpuðu þar fyrir Portúgal í framlengdum leik.

Frakkland mætir annað hvort Englandi eða Króatíu í úrslitaleiknum í þetta skiptið. England og Króatía mætast annað kvöld.

Frakkland varð Heimsmeistari í fyrsta og eina skiptið hingað til árið 1998, á heimavelli.

Hér að neðan eru svipmyndir frá úrslitaleiknum 2006.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner