Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 10. júlí 2018 10:00
Magnús Már Einarsson
Southgate sýndi enska landsliðinu leikinn við Ísland
Horfið á þetta strákar!
Horfið á þetta strákar!
Mynd: Getty Images
Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englendinga, ákvað að sýna leikmönnum liðsins myndband af 2-1 tapinu gegn Íslandi á EM 2016 áður en Englendingar hófu leik á HM í Rússlandi.

Hluti enska hópsins í dag var einnig í hópnum árið 2016 og Southgate ákvað að gefa hópnum áminningu fyrir HM með því að sýna þann leik aftur.

„Þetta var í fyrsta skipti sem við horfðum aftur á þennan leik," sagði Dele Alli.

„Þú vilt ekki horfa á þetta aftur en þú veist hversu mikilvægt það er þegar þú ferð á HM. Við þurftum aftur yfir þetta og koma sterkari út úr því."

Enska landsliðið hefur verið á flugi á HM í Rússlandi en liðið mætir Króatíu í undanúrslitum annað kvöld.

Sjá einnig:
EM ævintýri Íslands - Englendingum skellt í Nice
Dier: England hefur bætt upp fyrir tapið gegn Íslandi
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner