Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   mið 10. júlí 2019 17:58
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Afríkukeppnin: Bítlaborgarsamvinna kom Senegal í undanúrslit
Sadio Mane lagði upp sigurmark leiksins í dag.
Sadio Mane lagði upp sigurmark leiksins í dag.
Mynd: Getty Images
Senegal 1-0 Benin
1-0 Idrissa Gueye ('69)
Rautt Spjald: Olivier Verdon, Benín ('83)

Senegal mætti í dag Benin í 8-liða úrslitum Afríkukeppninnar. Leikið var í Kaíró, höfuðborg Egyptalands.

Á pappírunum góðu var Senegal talsvert líklegra til sigurs. Þeirra stærsta stjarna er Sadio Mane og í miðverðinum leikur Kalidou Koulibaly, leikmaður Napoli. Þá eru leikmenn í liðinu sem leika með Mónakó, Everton og Crystal Palace.

Hjá Benin leika þeir Stephane Sessegnon, fyrrum leikmaður West Brom og Sunderland og svo má einnig nefna Steve Mounie, framherja Huddersfield.

Senegal var 70% með boltann í fyrri hálfleik en náði ekki skoti á marki. Benin átti eitt skot á mark en staðan var markalaus í leikhléi.

Benin hélt boltanum betur í seinni hálfleiknum en Senegal fann opnanir á varnarleiknum á móti.

Á 70. mínútu kom sigurmark leiksins. Sadio Mane átti þá góða sendingu á Idrissa Gueye, leikmann Everton, sem skoraði.

Fjórum mínútum eftir mark Gueye skoraði Mane annað mark Senegal en það var dæmt af með VAR vegna rangstöðu. Á 83. mínútu fékk Olivier Verdon að líta rauða spjaldið í liði Benin eftir ljótt brot. Senegal er því komið í undanúrslit.

Suður Afríka og Nígería mætast í kvöld í seinni leik dagsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner