Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mið 10. júlí 2019 20:54
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Afríkukeppnin: Mark á lokamínútunum skaut Nígeríu í undanúrslit
William Troost-Ekong
William Troost-Ekong
Mynd: Getty Images
Nígería 2-1 Suður Afríka
1-0 Samuel Chukwueze ('27)
1-1 Bongani Zungu ('71)
2-1 William Troost-Ekong

Nígería mætti Suður Afríku í seinni leik dagsins í 8-liða úrslitum í Afríkukeppninni.

Leikið var í Kaíró, höfuðborg Egyptalands.

Samuel Chukwueze, leikmaður Villarreal, kom Nígeríu yfir á 27. mínútu eftir að frákast féll fyrir fætur hans. Þegar um 20 mínútu lifðu leiks jafnaði Bongani Zungu leikinn fyrir Suður Afríku. Markið VAR skoðað og dæmt gott og gilt.

Mínútu fyrir leikslok skoraði William Troost-Ekong sigurmark leiksins eftir hornspyrnu Moss Simon. Odion Ighalo var svo nálægt því að bæta við þriðja marki Nígeríu í uppbótartíma en tókst það ekki.

Nígería er því ásamt Senegal komið í undanúrslit Afríkukeppninnar.
Athugasemdir
banner
banner