Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 10. júlí 2019 14:30
Fótbolti.net
Eins og leirkeppir í bikarúrslitum
Sif Atladóttir fer yfir ferilinn á Heimavellinum
Sif Atladóttir fer yfir ferilinn á Heimavellinum
Mynd: HMG
Hólmfríður Magnúsdóttir skoraði þrennu í bikarúrslitunum 2008, Hrefna Huld sem er fyrir aftan hana á myndinni skoraði fjórða mark KR. Sif segist aldrei gleyma tilfinningunni sem fylgdi því að tapa leiknum.
Hólmfríður Magnúsdóttir skoraði þrennu í bikarúrslitunum 2008, Hrefna Huld sem er fyrir aftan hana á myndinni skoraði fjórða mark KR. Sif segist aldrei gleyma tilfinningunni sem fylgdi því að tapa leiknum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðskonan Sif Atladóttir er gestur Heimavallarins að þessu sinni en í þættinum fer hún yfir ferilinn með þáttastýrunum Huldu Mýrdal og Mist Rúnarsdóttur. Hún ræðir meðal annars um tímann hjá Val og rifjar upp eftirminnilegan bikarsúrslitaleik haustið 2008.

Á þeim tíma voru KR og Valur sterkustu lið landsins, bæði lið nánast fullskipuð landsliðskonum og þau mættust í bikarúrslitum. Þetta var fyrsti bikarúrslitaleikur Sifjar en hann fór ekki vel fyrir Valskonur. Sif rifjar upp undirbúning fyrir leikinn en ýmislegt hefur uppgötvast í þjálffræðunum síðan þá.

„Daginn áður hafði okkur verið boðið í gufu og heitapott og eitthvað. Við vorum bara „vúhú“, geðveikt gaman. Við vorum þarna sem lið og þetta var ótrúlega skemmtilegt sko..“

„..En rannsóknir í dag sýna fram á að gufa og afslöppun daginn fyrir leik er ekkert endilega það besta sko,“ bætti Sif svo við og hló.

„Enda sást það á liðinu. Við vorum bara eins og leirkeppnir. Gátum ekki hreyft okkur því við vorum svo þreyttar.“

Þungar Valskonur þurftu að sætta sig við 4-0 tap í leiknum gegn erkifjendum sínum og Sif segist aldrei gleyma tilfinningunni sem fylgdi því að tapa bikarúrslitaleik. Elísabet Gunnarsdóttir, eða Beta, þáverandi þjálfari Vals var afar ósátt við tapið og lét liðið sitt standa úti á velli og fylgjast með fagnaðarlátum andstæðinganna.

„Þið standið og þið horfið á þetta. Þetta er tilfinning sem þið megið aldrei gleyma“, lýsir Sif með hvassri röddu og var þá að vísa í orð Betu. „Og ég hef aldrei gleymt henni. Þegar við vorum að horfa á þær taka á móti gullpeningunum og lyfta dollunni.“

„Þarna varð ég harðákveðin í því að ég skyldi vinna bikarinn,“ sagði Sif en það tókst henni ári síðar þegar Valskonur unnu tvöfalt. Það varð jafnframt síðasta ár Sifjar í íslenska boltanum, í bili að minnsta kosti.

Smelltu hér til að hlusta á Sif á Heimavellinum.

Heimavöllurinn er einnig á Instagram þar sem knattspyrna kvenna er í forgrunni. Þar eru knattspyrnu kvenna gerð skil á lifandi og fjölbreyttan hátt. Þangað rata helstu fréttir, leikmaður vikunnar er valinn og knattspyrnukonur svara hraðaspurningum svo eitthvað sé nefnt.
Athugasemdir
banner
banner
banner