Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 10. júlí 2019 08:49
Magnús Már Einarsson
Eriksen inn og Pogba út?
Powerade
Eriksen er orðaður við Manchester United.
Eriksen er orðaður við Manchester United.
Mynd: Getty Images
Er Balotelli að mæta aftur í enska boltann?
Er Balotelli að mæta aftur í enska boltann?
Mynd: Getty Images
Manchester United er í aðalhlutverki í slúðurpakka dagsins á þessum fína miðvikudegi.



Barcelona hefur ákveðið að snúa sér að Victor Lindelöf (24) varnarmanni Manchester United eftir að ljóst var að Matthijs de Ligt (19) fer til Juventus. (Mundo Deportivo)

PSG vill fá 222 milljónir evra (200 milljónir punda) frá Barcelona fyrir Neymar. Það er sama verð og PSG keypti Neymar á fyrir tveimur árum. (Mirror)

Steve Bruce, stjóri Sheffield Wednesday, hefur áhuga á að taka við Newcastle. (Chronicle)

Rafael Benítez hefur varað Mikel Arteta, aðstoðarstjóra Manchester City, og Patrick Vieira, þjálfara Nice, við því að taka við Newcastle. (Sun)

Real Madrid þarf að greiða 162 milljónir punda til að landa Paul Pogba frá Manchester United. (Marca)

Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, ætlar að biðja Pogba um að bíða í eitt ár í viðbót áður en hann fer frá félaginu. (Sun)

Christian Eriksen, miðjumaður Tottenham, er efstur á óskalista Manchester United ef Pogba fer. (Evening Standard)

Eriksen (27) lýsti yfir áhuga á að fara frá Tottenham fyrr í sumar en hann mun líklega mæta til æfinga í vikunni þar sem ekkert tilboð er komið í hann. (Guardian)

Ole Gunnar Solskjær vill að Romelu Lukaku (26) hafni tilboði Inter og verði áfram hjá Manchester United. (Sun)

Bayern Munchen hefur ennþá áhuga á Leroy Sane (23) kantmanni Manchester City þrátt fyrir 90 milljóna punda verðmiða. (Mirror)

Everton till fá Moise Kean (19) framherja Juventus en ítalska félagið vill fá 31 milljón punda fyrir hann. (Mail)

Arsenal býðst að fá Mariano Diaz (25) framherja Real Madrid á 18 milljónir punda. (Star)

Bournemouth hefur boðið framherjanum Callum Wilson (27) nýjan fimm ára samning en West Ham, Chelsea og Everton hafa sýnt honum áhuga. (Mail)

West Ham býðst að fá Mario Balotelli (28) frítt frá Marseille. (Mirror)

Liverpool vonast til að Divock Origi (24) skrifi undir nýjan samning hjá félaginu. (ESPN)

Barcelona hefur áhuga á að fá Ianis Hagi son Georghe Hagi frá Viitorul Contanta. Hagi yrði síðan lánaður til Real Valladolid. (AS)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner