Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   mið 10. júlí 2019 19:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: EveningStandard 
Fenerbahce segist ekki hafa efni á Özil
Mynd: Getty Images
Mesut Özil, leikmaður Arsenal, var í gær orðaður við Fenerbahce. Seinna í gær kom fram að félagið hefði áhuga á að fá Özil á láni út næstu leiktíð.

Özil er Þjóðverji en á ættir að rekja til Tyrklands.

Tyrkneskir aðdáendur urðu spenntir vegna þessa sögusagna og vildu fá þessi félagaskipti í gegn. Félagið fann sig knúið til þess að slá á þessar sögusagnir og senda frá sér opinbera tilkynningu.

„Mesut Özil hefur með ferli sínum og viðhorfi verið góður fulltrúi fyrir þjóð okkar."

„Fenerbahce hefur ekki bolmagn eins og er til þess að fá Özil til sín. Verðmiði og laun er eitthvað sem félagið hefur ekki efni á."

„Þetta er tilkynning til samfélagsin hér sem og almennings."

Athugasemdir
banner
banner
banner