Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 10. júlí 2019 12:21
Magnús Már Einarsson
Litli frændi Gerrard fær tækifæri í aðalliðshópnum hjá Liverpool
Bobby Duncan er mikið efni.
Bobby Duncan er mikið efni.
Mynd: Getty Images
Bobby Duncan, litli frændi Steven Gerrard fyrrum fyrirliða Liverpool, hefur verið valinn í aðalliðshóp Liverpool sem fer í æfingaferð til Bandaríkjanna.

Hinn 18 ára gamli Duncan fer með í ferðina sem og jafnaldri hans Paul Glatzel en saman skoruðu þeir yfir 60 mörk með U18 liði Liverpool á síðasta tímabili.

Einungis sextán leikmenn úr aðalliði Liverpool mættu til æfinga í vikunni en leikmenn eins og Sadio Mane, Mohamed Salah, Naby Keita, Alisson Becker og Roberto Firmino eru í sumarfríi eða á leið í sumarfrí eftir þátttöku í Afríkukeppninni og Copa America.

Liverpool spilar sinn fyrsta æfingaleik á undirbúningstímabilinu gegn Tranmere á morgun áður en liðið heldur til Bandaríkjanna.

Auk Duncan og Paul þá fær vinstri bakvörðurinn Adam Lewis, 19 ára, séns í æfingaferðinni í Bandaríkjunum eftir að Alberto Moreno fór til Villarreal.
Athugasemdir
banner
banner