Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 10. júlí 2019 20:40
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Meistaradeildin: Rosenborg stendur vel að vígi - Slæmt tap hjá Sheriff
Willum var ónotaður varamaður í jafntefli BATE í kvöld.
Willum var ónotaður varamaður í jafntefli BATE í kvöld.
Mynd: BATE
Sjö leikjum er lokið í 1. umferð í forkeppni Meistaradeildarinnar í kvöld.

Áttundi leikurinn er enn í gangi og það er leikur Vals og Maribor á Origo vellinum. Smelltu hér til þess að fara í beina textalýsingu frá leiknum.

Sheriff, liðið sem Patrick Pedersen lék með áður en hann gekk aftur í raðir Vals, tapaði illa gegn Saburtalo á heimavelli. Leikurinn endaði 0-3 og vonir Sheriff litlar á því að komast áfram.

BATE gerði 1-1 jafntefli við Piast Gliwice á heimavelli. BATE lenti undir en náði að jafna. Willum Þór Willumsson var ónotaður varamaður hjá BATE í kvöld.

Þá gerðu Dundalk, liðið sem komst í Evrópudeildina eftir að hafa meðal annars legið út FH árið 2016, jafntefli við Riga frá Lettlandi og Rosenborg lagði Linfield í Norður-Írlandi, 0-2.

Ferencvaros vann 2-1 sigur á Ludogorets í kvöld. Tapliðið í þeirri viðureign mætir tapliðinu í viðureign Vals og Maribor í næstu umferð í forkeppni Evrópudeildarinnar.

Partizani (Albanía) 0 - 0 Qarabag (Azerbaijan)

Sheriff (Moldóva) 0 - 3 Saburtalo (Georgía)
0-1 Ognjen Rolovic ('30 )
0-2 Giorgi Kokhreidze ('67 )
0-3 Levan Kakubava ('71 )

BATE (Hvíta-Rússland) 1 - 1 Piast Gliwice (Pólland)
0-1 Piotr Parzyszek ('36 )
1-1 Stanislav Drahun ('64 )
Rautt spjald:Stanislav Drahun, BATE (Belarus) ('90)

Slovan (Slóvakía) 1 - 1 Sutjeska Niksic (Svartfjallaland)
1-0 Andraz Sporar ('82 )
1-1 Damir Kojasevic ('90 )

Ferencvaros (Ungverjaland) 2 - 1 Ludogorets (Búlgaría)
1-0 Tokmac Nguen ('6 )
1-1 Jakub Swierczok ('31 )
2-1 Oleksandr Zubkov ('65 )

Dundalk (Írland) 0 - 0 Riga (Lettland)

Linfield FC (Norður Írland) 0 - 2 Rosenborg (Noregur)
0-1 Mike Jensen ('22 )
0-2 Alexander Soderlund ('69 )
Athugasemdir
banner
banner