Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
banner
   mið 10. júlí 2019 19:52
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Pepsi Max-kvenna: Þór/KA skoraði sex gegn HK/Víkingi
Sandra Mayor skoraði tvö í kvöld.
Sandra Mayor skoraði tvö í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Þór/KA 6 - 0 HK/Víkingur
1-0 Sandra Mayor ('13)
2-0 Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir ('23)
3-0 Lára Kristín Pedersen ('43)
4-0 Heiða Ragney Viðarsdóttir ('57)
5-0 Andrea Mist Pálsdóttir ('62)
6-0 Sandra Mayor ('90)
Lestu nánar um leikinn

Lokaleikur níundu umfeðar Pepsi Max-deildar kvenna fór í kvöld fram á Þórsvelli. HK/Víkingur heimsótti þar Þór/KA.

HK/Víkingur var fyrir leikinn í botnsæti deildarinnar og Þór/KA í 3. sæti, ellefu stigum frá toppliðunum tveimur.

Sandra Mayor kom Þór/KA yfir á 13. mínútu. Karen María Sigurgeirsdóttir átti þá stungusendingu á Mayor sem skoraði. Skömmu áður hafði hún klúðrað algjöru dauðafæri.

Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir skoraði annað mark Þór/KA tíu mínútum síðar. Audrey í marki HK/Víkings varði frá Mayor en Þórdís fylgdi vel á eftir.

Á markamínútunni, 43. mínútu skoraði Lára Kristín Pedersen þriðja mark Þór/KA. Andrea Mist Pálsdóttir átti þá fyrirgjöf í kjölfar hornspyrnu og Lára skoraði með skoti úr teignum. 3-0 var staðan í hálfleik.

Heiða Ragney Viðarsdóttir skoraði fjórða mark Þór/KA á 57. mínútu eftir fína sendingu frá Huldu Björg Hannesdóttur og Andrea Mist skoraði svo fimmta mark Þór/KA fimm mínútum seinna eftir sendingu frá Söndru Mayor.

Mayor var ekki hætt því í uppbótartíma bætti hún við sjötta marki Þór/KA og öðru marki sínu. Bianca Elissa átti þá stungusendingu á Mayor sem skoraði.

6-0 sigur staðreynd og Þór/KA er nú átta stigum á eftir Val og Breiðablik. HK/Víkingur vermir botnsætið vegna markatölu.
Athugasemdir
banner
banner
banner