Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 10. júlí 2019 13:30
Magnús Már Einarsson
Stigahæstur í umferðum 1-11: Flakkar með fyrirliðabandið
Brynjar Orri með hluta af harðfiskveislunni sem hann fékk í verðlaun.
Brynjar Orri með hluta af harðfiskveislunni sem hann fékk í verðlaun.
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Brynjar Orri Bjarnason mætti á skrifstofu Fótbolta.net og tók á móti harðfisk frá Eyjabita sem hann fékk í verðlaun fyrir að vera efstur eftir ellefu umferðir í Draumaliðsdeild Eyjabita.

Bobbycats, lið Brynjars Orra, er með 631 stig og sex stig forskot á toppnum eftir fyrri umferðina.

„Ég hef verið að flakka með fyrirliðana. Þetta eru yfirleitt Hilmar Árni (Halldórsson) eða Óskar Örn (Hauksson)," sagði Brynjar Orri.

Brynjar Orri er uppalinn KR-ingur en hann lék síðar með Leikni R, Víkingi R. og KV á ferli sínum. Hann er að sjálfsögðu með leikmenn úr toppliði KR í draumaliði sínu.

„Ég er með Finn (Tómas Pálmason) og Beiti (Ólafsson) og þeir eru að skila stigum í vörninni," sagði Brynjar Orri.

Aron Elís Þrándarson, leikmaður Álasund í Noregi, er í 2. sætinu eftir ellefu umferðir og Indriði Áki Þorláksson, fyrrum leikmaður FH og Vals, er í 3. sæti. Tómas Þór Þórðarson, íþróttafréttamaður og sérfræðingur í Innkastinu á Fótbolta.net er í 8. sæti.

Til mikils er að vinna í Draumaliðsdeildinni því þjálfari stigahæsta liðsins í lok móts fær ferð fyrir tvo á leik í enska boltanum með Vita ferðum sem og harðfisk frá Eyjabita.

Smelltu hér til að taka þátt í Draumaliðsdeild Eyjabita.

Efstu 5 liðin
1. Brynjar Orri Bjarnason (Bobbycats) 631 stig
2. Aron Elís Þrándarson (AT) 625 stig
3. Indriði Áki Þorláksson (FaithHilling) 616 stig
4. Baldvin H (Frost) 615 stig
5. Bjarki Baldvinsson (Siggi Sigurjóns) 610 stig

Hér að neðan má sjá liðið hjá Brynjari Orra.
Athugasemdir
banner
banner