Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 10. júlí 2019 23:09
Elvar Geir Magnússon
Víkingar vonast eftir því að fá Björgvin
Björgvin í leik með KR.
Björgvin í leik með KR.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Víkingur Reykjavík vill fá Björgvin Stefánsson, sóknarmann KR, og vonast eftir því að fá hann á lánssamningi samkvæmt heimildum Fótbolta.net.

Í kvöld greindum við frá því að Kristján Flóki Finnbogason væri á leið til KR sem trónir á toppi Pepsi Max-deildarinnar.

Það gæti skapað möguleika á því að Björgvin yrði lánaður en hann er núna í Noregi þar sem KR mætir Molde í Evrópuleik á morgun.

Hann er nýbúinn að afplána leikbann vegna ósæmilegra ummæla í lýsingu á HaukarTv.

Víkingar eru í fallsæti en liðinu vantar styrk í fremstu víglínu. Rick Ten Voorde er kominn í Þór Akureyri.
Athugasemdir
banner
banner