Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 10. júlí 2020 10:00
Innkastið
„Hvenær ætla toppliðin að tryggja sér þjónustu Kristófers Orra?"
Kristófer Orri Pétursson.
Kristófer Orri Pétursson.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Grótta vann sinn fyrsta leik í efstu deild frá upphafi þegar liðið sigraði Fjölni 3-0 á útivelli í fyrrakvöld. Rætt var um Gróttu í Innkastinu í gær.

„Grótta er gott á gervigrasinu sínu á Seltjarnarnesinu en þeir hafa ekki tapað grasleik síðan í maí 2018 gegn Vestra í 2. deildinni," sagði Gunnar Birgisson í Innkastinu í gær um nýliða Gróttu.

„Átta leikmenn sem voru í byrjunarliðinu í þessum Vestra leik árið 2018 eru ennþá í Gróttu hópnum núna. Kaninn talar mikið um "brotherhood" í íþróttum. Viljinn til að berjast fyrir félagann ef þú ert tengdur honum á einhvern hátt. Þetta eru gaurar sem hafa æft saman í mörg ár, spilað saman og eru saman bróðurpartinn af árinu. Þá myndar þú sterkari bönd fyrir vikið."

„Grótta er að mínu mati ekki með nægilega gott lið til þess að halda sér uppi en þetta er líflínan þeirra til að halda sér uppi. Þeir hafa verið lengi saman og berjat fyrir hvorn annan. Þeir hafa verið lengi í klúbbnum og eru tilbúnir að deyja fyrir klúbbinn."


Kristófer Orri Pétursson átti magnaða stoðsendingu gegn Fjölni líkt og gegn HK og rætt var um hann í Innkastinu.

„Hvenær ætla toppliðin að tryggja sér þjónustu Kristófers Orra? Hann er með svo sturluð gæði. Hann opnar þennan leik með sendingunni sinni alveg eins og gegn HK," sagði Ingólfur Sigurðsson.

„Sendingin í HK leiknum er topp þrír sending sem ég hef séð á Íslandi ever," sagði Gunnar.

Hér að neðan má hlusta á Innkastið.
Innkastið - KA í brekku og öftustu menn gefa mörk á silfurfati
Athugasemdir
banner
banner
banner