Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   lau 10. júlí 2021 08:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Biðlar til enskra stuðningsmanna að baula ekki
Gary Lineker.
Gary Lineker.
Mynd: Getty Images
Gary Lineker, fyrrum landsliðsmaður Englands, hefur biðlað til enskra stuðningsmanna að baula ekki þegar ítalski þjóðsöngurinn verður spilaður á morgun.

England og Ítalía eigast við í úrslitaleik EM á morgun. Leikurinn verður spilaður á Wembley og verður fjöldi enskra stuðningsmanna á vellinum.

Það vakti athygli á samfélagsmiðlum fyrir leik Englands og Danmerkur í undanúrslitunum að enskir stuðningsmenn á Wembley - sem voru fjölmargir - ákváðu margir hverjir að baula á danska þjóðsönginn. Það heyrðist alla vega frekar vel heima í stofu.

Þetta var ekki í fyrsta sinn sem enskir stuðningsmenn gera þetta.

Lineker hvetur enska stuðningsmenn til að sleppa baulinu fyrir úrslitaleikinn á morgun.

„Ef þú hefur heppnina með þér og færð miða á úrslitaleikinn, gerið það, gerið það ekki baula á ítalska þjóðsönginn. Í fyrsta lagi er þetta frábær þjóðsöngur sem vert er að hlusta á. Í öðru lagi er það mjög dónalegt og mikil vanvirðing að baula," skrifaði Lineker á Twitter.


Athugasemdir
banner
banner